Það mætti segja að um jólahátíðina festist hefðir í sessi. Hver fjölskylda á sér sína jólahefði og Jólaterta Myllunnar er hluti af jólahefðinni hjá ansi mörgum enda, sennilega, lang, lang vinsælasta jólaterta landsins.
En jólin snúast líka um samvinnu eins og sést í undirbúningi fyrir hátíðina og komandi veislur. En stundum gefast tækifæri fyrir óvenjulegri samvinnur og ein slík er samstarf Myllunnar og Kjörís þar sem riðið var á vaðið með að búa til vanilluís með Grænu Jólatertu Myllunnar og útkoman er hreint út sagt mögnuð.
Innan Facebook hópsins "Vinir Grænu jólatertunnar" má sjá girnilegar myndir af þessu vinsæla samstarfi Kjörís og Myllunnar.
Ef þú hefur ekki þegar prófað þessa bragðbombu þá skorum við á þig að prófa eitthvað nýtt um jólin. Nældu þér í í jóla ísveislu ársins og geymdu sköpunargáfuna þína fyrir jólapakkana. Og hver veit nema að fjölskyldan geri kröfu um nýja jólahefð, að ári liðnu.
PS, ekki gleyma að gerast líka vinur Grænu Jólatertunnar á Facebook ;-).