Aðventan er gengin í garð og það styttist í jólin. Margir eru farnir að huga að jólamatnum og ekki má gleyma heimalagaða jólaísnum sem margir gera ár hvert. Jólaísinn er ómissandi á mörgum heimilum um jólin og þykir okkur hjá Myllunni frábærlega snjallt að gefa þér heillandi hugmynd að frábærum jólaís til að njóta á aðventunni eða í jólaboðum. Hér á ferðinni er einföld og einstaklega góð uppskrift af jólaís með ferskum berjum sem hentar öllum aldurshópum.
Innihaldsefnin eru fá, leiðbeiningarnar einfaldar enda tíminn í eldhúsinu knappur. Það sem er skemmtilegt við þessa uppskrift er að Jólaterta Myllunnar fær að njóta sín. Þú velur Jólatertu af eigin vali og hefst síðan handa við ísgerðina.
Myllan býður upp á fjórar ljúffengar tegundir af jólatertum og eru þær allar handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Allar terturnar eiga sína dyggu aðdáendur og koma þær í fjórum gerðum. Græna klassíska tertan er brún og með smjörkremi, þessi bláa er hvít og með sígildri rabarbarasultu, sú hvíta er einnig hvít en með gómsætri sveskjusultu og svo er það rauða tertan sem er brún og með smjörkremi og hindberjasultu.
Jólaís
5 egg
100 gr. ljós púðursykur
2 tsk. vanilludropar
500 ml. Rjómi
2 msk. flórsykur
300 gr. Myllu Jólaterta af eigin vali
1 askja jarðarber
½ askja bláber
Aðferð:
- Skerðu jólatertuna í smáa bita og legðu til hliðar, gott að miða við 250 gr. sem fer í ísinn sjálfan og 50 gr. til að skreyta þegar ísinn er borin fram.
- Aðskildu eggin og legðu eggjahvíturnar í skál til hliðar.
- Stífþeyttu eggjarauðurnar og púðursykurinn þar til orðið létt og ljóst. Bættu vanilludropunum saman við í lokin.
- Þeyttu rjómann og þegar hann er að verða tilbúin bætir þú flórsykrinum við.
- Blandaðu eggjarauðublönduna saman við þeytta rjómann ásamt jólatertunni.
- Stífþeyttu eggjahvíturnar og blandaðu þeim varlega saman við rjómablönduna með sleif.
- Plastaðu formkökuform og helltu ísblöndunni í formið og settu strax inn í frystirinn eða að lágmarki í fimm klukkustundir.
- Til að forðast ísnálar er gott að hræra reglulega í ísblöndunni með pinna og viðhafa hringlaga hreyfingar á u.þ.b. á 30 mín. fresti.
- Þegar bera á ístertuna fram tekur þú hana úr forminu. Það er sniðugt að snúa jólaísnum á hvolf úr forminu og skera ísinn í sneiðar.
- Loks berðu fram jólaísinn með ferskum niðurskornum berjum og jólatertukurli.