18.11.2020
Við hjá Mylluni tókum forskot á jólagleðina og fórum í gleðilegt jólaskap með komu jólatertunnar þann 24. október síðastliðinn. Við höfum beðið eftir aðventunni síðan og erum glöð yfir því að núna er sjálf jólahátíðin handan við hornið. Landsmenn hafa byrjað að lýsa upp skammdegið með jólaljósum, bæði inni og úti til að fá birtu í lífið og tilveruna. Það er greinilega mikil gleði út um borg og bý og það er gaman að sjá að landsmenn gleðja hvern annan með því að deila myndum af fallega jólaskrautinu á samfélagsmiðlum. Margir hafa jafnvel sett upp jólatréð fyrr í ár.
Við hlökkum til að taka á móti aðventunni með þér.
Undirbúðu aðventuna og kauptu jólatertu frá Myllunni í næstu verslun.