Íslenska beyglan er komin aftur í verslanir og við hjá Myllunni höldum áfram að koma fram með hugmyndabanka, því það jafnast fátt á við nýjar, einfaldar og bragðgóðar hugmyndir. Í síðustu viku lögðum við áherslu á litla fólkið á heimilinu, en að þessu sinni ætlum við að huga að yngri kynslóðinni og leggjum áherslu á næringarríkar, einfaldar og bragðgóðar hugmyndir. Oft þarf bara að hugsa aðeins út fyrir boxið, til að geta heimfært klassíska uppskrift og lagað að beyglunni.
Eitt sem við viljum sérstaklega benda á þegar boðið er upp á beyglur og það er að ekki nota beitt áhald til að aðskilja helminga beyglunnar. Best er að þíða beygluna við stofuhita í 20 til 30 mínútur eða lengur áður en helmingar eru aðskildir og beyglan ristuð. Einnig er hægt að setja beygluna í örbylgjuofn á affrystistillingu í u.þ.b. 20 sekúndur (misjafnt eftir ofnum).
Hugmynd fyrir beyglu með hörfræjum, sesam og birki
Beikonbeygla
- 1 beygla með hörfræjum, sesam og birki
- 4 beikonsneiðar
- 4 sneiðar silkiskorin skinka
- Íssalat
- Agúrka
- Tómatar
- Hvítlaukssósa (eftir smekk)
Aðferð:
- Steikið beikonsneiðarnar á pönnu í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hliðinni, leggið beikonið til hliðar ofan á eldhúspappír til að fjarlægja umframfitu
- Skerið agúrkuna og tómatana í sneiðar og leggið til hliðar
- Takið beygluna varlega í sundur og ristið báða helmingana, smyrjið svo hvítlaukssósunni yfir báða beygluhelmingana
- Setjið íssalatið yfir allan neðri beygluhelminginn og beikonsneiðarnar koma svo ofan á
- Agúrkan, tómatarnir og silkiskorna skinkan koma í kjölfarið og í lokin er efri beygluhelmingurinn settur á til þess að loka beikonbeyglunni
- Berið fram og njótið!
Hugmyndir fyrir beyglu með jalapeno og osti
Beygluborgari
- 1 beygla með jalapeno og osti
- 120 grömm hamborgarakjöt
- 4 beikonsneiðar
- 2 ostasneiðar
- Íssalat
- Agúrka
- Paprika
- Eldpipar (chili) majónes
- Krydd af eigin vali (við mælum með: salti, pipar og góðu hamborgarakryddi)
Aðferð:
- Skerið grænmetið og setjið það til hliðar
- Steikið beikonsneiðarnar á pönnu í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hliðinni, leggið beikonið til hliðar ofan á eldhúspappír til að fjarlægja umframfitu
- Steikið hamborgarakjötið á pönnu í u.þ.b. fjórar mínútur, snúið því við, kryddið og bætið ostinum ofan á og steikið áfram í u.þ.b. fjórar mínútur
- Á meðan hamborgarakjötið er að steikjast á pönnunni takið þið beygluna varlega í sundur og setjið hana í brauðristina
- Smyrjið báða beygluhelmingana með chili-majónesinu og dreifið íssalatinu yfir allan neðri beygluhelminginn, setjið svo agúrku og papriku ofan á
- Raðið beikonsneiðunum yfir grænmetið og svo loks bætið hamborgarakjötinu efst
- Takið efri beygluhelminginn og lokið beygluborgaranum og njótið!
Hugmyndir fyrir fína beyglu
Beyglufranskar
- 1 fín beygla
- 1 ½ matskeið íslenskt smjör
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Kveikið á vöfflujárninu og hitið það upp
- Takið beygluna varlega í sundur
- Smyrjið allar hliðar á beyglunni (samtals fjórar)
- Setjið einn beygluhelminginn á vöfflujárnið og þrýstið niður, haldið niðri í u.þ.b. eina mínútu og endurtakið við hinn beygluhelminginn
- Skerið svo varlega beygluna í strimla og stráið í lokin sjávarsaltinu yfir og berið fram með góðri sósu, en umfram allt njótið!