Tertugallerí Myllunnar býður nú upp á skemmtilega nýjung í tilefni Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu. Nú er hægt að fá gómsæta Boltaköku, gullfallega HM súkkulaðitertu og HM nammitertu, ljúffengar bollakökur með íslenska fánanum.
Nýjasta viðbótin í vöruúrvali Tertugallerísins hefur fengið frábærar viðtökur en þessir dásamlegu litlu kleinuhringirnir hafa vægast sagt slegið í gegn. Nýttu tækifærið, pantaðu veitingar frá Tertugalleríinu og sláðu í gegn í HM veislunni þinni. Skoðaðu úrvalið á HM veitingum hér!
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.