Fara í efni

Þekkir þú heilsustefnu Myllunnar?

07.11.2024

Kornvörur eru mikilvægur hluti af daglegu mataræði margra og eru gjarnan grunnurinn í mörgum réttum um allan heim. Þær innihalda mikilvægar næringarefni eins og kolvetni, trefjar, vítamín og steinefni. Hins vegar skiptir miklu máli hvaða tegundir af kornvörum eru valdar til að tryggja að þær stuðli að góðri heilsu.

Heilkorn

Heilkorn eins og heilhveiti, hafrar, bygg og brún hrísgrjón, innihalda alla hluta kornsins: hýðið, fræhvítuna og kímið. Þessi heilkorn eru rík af trefjum, sem stuðla að góðri meltingu, lækka kólesteról og halda blóðsykri í jafnvægi. Þau eru einnig góð uppspretta B-vítamína, járns og magnesíums, sem eru nauðsynleg fyrir orku og almenna heilsu.

Regluleg neysla heilkornvara getur dregið úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki 2 og ákveðnum tegundum krabbameina. Trefjarík fæðutegund hjálpar einnig til við að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd með því að skapa lengri mettunartilfinningu.

Til að tryggja heilsusamlegt mataræði er mælt með því að velja heilkorn fram yfir unnar kornvörur eins oft og hægt er. Þetta þýðir að skipta yfir í heilhveitibrauð, brún hrísgrjón og pasta úr heilkornum. Einnig er gott að fjölga korntegundum í mataræðinu, eins og að bæta byggi, kínóa eða spelti inn í máltíðir.

Með því að gera þessi smáu skref getur fólk stuðlað að bættri heilsu og vellíðan, auk þess að njóta fjölbreyttari og næringarríkari fæðu.

Heilsustefna Myllunnar

Við hjá Myllunni erum brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Við viljum að hrein náttúra og gæði fari saman og eru hráefni Myllu vara valin af gæðum. Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur þar sem meðal annars má finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu og minnka líkur á sjúkdómum.

 

Það eru mörg atriði sem ber að hafa í huga í framleiðslu á bökunarvörum og við hjá Myllunni vinnum að því að gera ennþá betur með því að:

  • Auka markvisst úrval og fjölbreytni í trefjaríkum vörum
  • Leggja áherslu á að ávallt sé haft í huga að nota trefjar í vörur sem þróaðar eru og markaðssettar fyrir börn
  • Lágmarka magn mettaðra fitusýra í bökunarvörur okkar með því að velja ávallt matarolíu í stað hertrar feiti þegar því verður við komið
  • Leita leiða til þess að lækka hlutfall mettaðra fitusýra í kökum
  • Nota ekki transfitusýruríkar afurðir í framleiðsluvörur okkar
  • Vinna markvisst að því að minnka saltinnihald brauða
  • Takmarka notkun á sykri eftir því sem mögulegt er hverju sinni
  • Tryggja að hollusta og gæði haldist ávallt í hendur
  • Fylgjast grannt með neysluþróun og nýta niðurstöður kannana til vöruþróunar og sóknarfæra
  • Fylgjast grannt með þróun erlendis, niðurstöðum rannsókna og nýjungum frá birgjum á sviði heilsu og næringar
  • Leggja áherslu á fræðslu og góðar upplýsingar til neytenda um framleiðsluvörur, t.a.m. með upplýsingaveitu um heimasíðu
  • Taka þátt í samstarfsverkefnum sem snúa að þróun heilsusamlegra brauðvara og bættrar lýðheilsu

 

Skráargatið hjá Myllunni

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum fjölda matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Skráargatið er einnig hvatning fyrir matvælaframleiðendur að þróa hollari vörur.

Með merki Skráargatsins er ekki verið að hvetja neytendur til að velja einn matvælaflokk umfram annan, heldur að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama flokki, sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Skráargatsmerktar vörur henta bæði fyrir börn og fullorðna en mikilvægt er að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og velja úr öllum fæðuflokkum daglega.

Vörur merktar Skráargatinu geta því stuðlað að bættri heilsu með bættu mataræði en einnig leiðbeint neytendum að velja hollari kost. Vörurnar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna sem eru eftirfarandi:

  • Minni og hollari fita
  • Minna salt
  • Minni sykur
  • Meira af trefjum og heilkorni

Við hjá Myllunni bjóðum upp á gott úrval af vörum merktum Skráargatinu. Við hvetjum þig eindregið til skoða þær vörur í næstu innkaupaferð.

  • Heilkorna samlokubrauð
  • Speltbrauð
  • Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskerafræ
  • Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur
  • Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ
  • Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ
  • Lífskornabollur, tröllahafrar og chia-fræ
  • Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur
  • Danskt rúgbrauð