Við hjá Myllunni höldum áfram að fjalla um hollustu og heilbrigði í okkar fréttum. Fyrir stuttu fjölluðum við um Skráargatið og kosti þess og að þessu sinni ætlum við að fjalla um heilsustefnu Myllunnar.
Við hjá Myllunni leggjum ávallt metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Við viljum að hrein náttúra og gæði fari saman og er hráefni Myllu vara valin af gæðum hverju sinni. Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur en rannsóknir hafa ýmist fjallað um mikinn heilsulegan ávinning sem felst í að neyta heilkornavara. Í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu og minnka líkur á sjúkdómum.
Það eru mörg atriði sem ber að hafa í huga í framleiðslu á bökunarvörum og við hjá Myllunni vinnum að því að gera ennþá betur með því að:
- Auka markvisst úrval og fjölbreytni í trefjaríkum vörum
- Leggja áherslu á að ávallt sé haft í huga að nota trefjar í vörur sem þróaðar eru og markaðssettar fyrir börn
- Lágmarka magn mettaðra fitusýra í bökunarvörur okkar með því að velja ávallt matarolíu í stað hertrar feiti þegar því verður við komið
- Leita leiða til þess að lækka hlutfall mettaðra fitusýra í kökum
- Nota ekki transfitusýruríkar afurðir í framleiðsluvörur okkar
- Vinna markvisst að því að minnka saltinnihald brauða
- Takmarka notkun á sykri eftir því sem mögulegt er hverju sinni
- Tryggja að hollusta og gæði haldist ávallt í hendur
- Fylgjast grannt með neysluþróun og nýta niðurstöður kannana til vöruþróunar og sóknarfæra
- Fylgjast grannt með þróun erlendis, niðurstöðum rannsókna og nýjungum frá birgjum á sviði heilsu og næringar
- Leggja áherslu á fræðslu og góðar upplýsingar til neytenda um framleiðsluvörur, t.a.m. með upplýsingaveitu um heimasíðu
- Taka þátt í samstarfsverkefnum sem snúa að þróun heilsusamlegra brauðvara og bættrar lýðheilsu
Þar sem Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum, viljum við vinna markvisst að því að gera gott ennþá betra í samvinnu við viðskiptavini og neytendur. Við leggjum mikið upp úr vöruþróun og hlustum því mjög vel á hvað neytendur okkar vilja og reynum að bjóða upp á það sem þeir velja að borða af ólíkum ástæðum.