Það er alltaf gaman á Hinsegin dögum og hlakka margir til þeirrar skemmtunar sem fylgir þeirri hátíð. Hinsegin dagar ná síðan hápunktinum í gleðigöngunni á laugardaginn. Ef einhvern tímann er tilefni til að fá sér góðar veitingar þá er það í tilefni Hinsegin daga. Hjónabandssælan á einstaklega vel við þessa vikuna en ef þú vilt slá í gegn með lítilli fyrirhöfn þá kunnum við eitt skothelt ráð til þess.
Keyptu hvítan marengsbotn frá Myllunni og hentu í köku á einungis nokkrum mínútum. Það eina sem þú þarft að gera er að skreyta marengsbotninn með rjóma og berjum að eigin vali. Enginn þarf að vita að þú bakaðir ekki marengsbotninn, við segjum engum...
Þú getur líka alltaf pantað tilbúnar veitingar inni á Tertugalleríinu. Skoðaðu úrvalið af veitingum sem eru fullkomnar fyrir Hinsegin daga hér!