Ferðasumarið stendur sem hæst og flest erum við á þeytingi um allar trissur. Mörg veljum við að eiga góðar stundir á Íslandi yfir hásumarið og ferðast kannski frekar til útlanda þegar tekur að hausta. Ástæðan er eflaust sú að íslenskar sumarnætur, þegar vel viðrar, eru svo einstakar að maður minnist slíkra stunda alla ævina. Hér erum við að tala um kyrrðarstundir í 18 stiga hita á Hveravöllum síðla kvölds. Uppvaskið við fuglasöng að morgni til í Þjórsárdal. Ölduniðinn á tjaldstæðinu við Þingeyri einn rólegan og sólríkan eftirmiðdag.
En maður verður að muna eftir viðeigandi nesti til að fagna þessum stundum ef maður ætlar að skella sér með stuttum fyrirvara í útilegu. Nutella smáu kökurnar eru tilvaldar og koma í hentugum umbúðum, fjórar saman, til að grípa með í útileguna, eða helgarferð í bústað. Þær eru afskaplega bragðgóðar og passa með kaffinu yfir daginn en einnig með freyðivíninu á kvöldin. Fullkomið. Prófaðu!