
Dagarnir hjá landsmönnum eru teknir lengjast, hitastigið fer hækkandi og sumarið er handan við hornið, sem þýðir að grilltímabilið er að hefjast. Með bjartari kvöldum og hlýrra veðri er fullkomið tækifæri til þess að byrja að huga að því að draga fram grillið, fylla á gaskútinn og undirbúa fyrir grillveislurnar sem fylgja sumrinu.
Nú er rétti tíminn til að tryggja að allt sé klárt fyrir fyrstu grillveislu sumarsins, vegna þess að á sumrin er fátt betra en að grilla og eru Íslendingar þekktir fyrir einstaka grillgleði og með fjölbreyttu úrvali af grillvörum í verslunum landsins er auðvelt að finna eitthvað við allra hæfi.
Mexíkó hamborgaraveisla
Það er vinsælt að töfra fram hamborgaraveislu á grillinu. Það er einfalt að grilla hamborgara og það tekur líka stuttan tíma. Engu að síður er að mörgu að huga þegar góða hamborgaraveislu gjöra skal. Ástríðan hvetur mörg okkar til að skapa, gera eitthvað nýtt og betra, sérstaklega þegar kemur að grillveislum sumarsins. Spennandi tilraunir með framandi álegg, ljúffengt meðlæti og gott kjöt kallar á bragðgott hamborgarabrauð sem fullkomnar hamborgarann á grillinu.
Þegar kemur að því að búa til hinn fullkomna hamborgara gleymist oft í undirbúningnum að huga sérstaklega að hamborgarabrauðinu. Hamborgarabrauð er ekki bara hamborgarabrauð, vegna þess að brauðið er ekki bara grunnurinn, heldur lykillinn að því að gera hamborgarann að algjörum lúxusrétti.
Það er hamborgarabrauðið sem setur punktinn yfir i-ið! Þess vegna er mikilvægt að hafa hamborgarabrauðið í hávegum og fá tækifæri til þess að njóta lúxus í hverjum bita!
Hjá Myllunni færðu hefðbundna Myllu hamborgarabrauð, hamborgarakartöflubrauð og hamborgara sætkartöflubrauð, sem gerir hamborgarann þinn extra sætan og ljúffengan.
Gríptu endilega með þér hamborgarabrauð frá Myllunni í næstu innkaupaferð og prófaðu nýju uppskriftina þegar þú tendrar í fyrsta sinn á grillinu.
Mexíkó hamborgarveisla fyrir fjóra
4 stk. hamborgarabrauð frá Myllunni
2 stk. 150gr. Smass-Ribeye hamborgarakjöt (eða kjöt að eigin vali)
4 msk. ólífuolía
Taco-krydd
Salt
Pipar
2 stk. Mexíkóostur
2 stk. lárpera
1 stk. rauðlaukur
4 stk. tómatar
Lambhagaasalat
1 poki nachos-flögur
Salsasósa
Jalapeno-lime majónes
Sýrður rjómi
Aðferð:
- Það fer eftir því hvaða kjöt er verið að fara að grilla, en það getur verið gott að pensla báðar hliðar kjötsins með góðri ólífuolíu áður en það eru krydduð. Kryddaðu hamborgarakjötið báðu megin með taco-kryddinu ásamt saltinu og piparnum, eftir þínum smekk.
- Skerðu Mexíkóostinn í þunnar sneiðar, eða rífðu hann niður með rifjárni og legðu til hliðar.
- Skerðu grænmetið og lárperuna og legðu til hliðar.
- Næst fer hamborgarakjötið á grillið og steiktu kjötið þar til það hefur lokað sér vel (steikingartíminn er misjafn eftir því hvernig þú vilt hafa kjötið steikt).
- Legðu Mexíkóostinn yfir kjötið og leyfðu honum að bráðna (gott er að loka grillinu á meðan).
- Taktu í sundur hamborgarabrauðið og penslaðu báðar hliðarnar að innanverðu með ólífuolíunni og legðu pensluðu hliðarnar beint á grillið.
- Þegar Mexíkóosturinn er bráðnaður og hamborgarabrauðið er orðið „krispí“ að innan byrjar þú á því að dreifa salsasósunni á botnbrauðið, næst eru nachos-flögurnar muldar og stráð yfir.
- Svo er Lambhagasalatið, lárperan og tómaturinn sett ofan á og svo loks kemur hamborgarakjötið. Í framhaldinu er rauðlaukurinn settur ofan á hamborgarakjötið og síðasta skrefið er að dreifa Jalapeno-lime majónesinu vel yfir hamborgarakjötið og rauðlaukinn og loka svo hamborgaranum með efra hamborgarabrauðinu.
- Gott er að bera fram með nachos-flögum og hafa restina af salsasósunni og sýrða rjómanum til hliðar.