Fara í efni

Gerðu eitthvað sérstakt á feðradaginn með Lífskorni

04.11.2021

Feðradagurinn er á næsta leiti. Nú á sunnudaginn er góður tími til að gera eitthvað sérstakt fyrir pabba þinn. Gerðu þitt eigið smurbrauð með Lífskorni fyrir hann! Sérstaða smurbrauðsins felst í listilega smurðu opnu brauði þar sem áleggið fær að gæla við augað. 

Það hefur lengi verið siður og mikill áhugi hefur verið á Íslandi að gera smurbrauð með bragðgóðu litríku fallegu áleggi. Við tókum upp þann sið frá danmörku þar sem smurbrauð kallast „smørrebrød“ og er helsta framlag Dana til matarmenningar heimsins.

Við hjá Myllunni höfum tekið skrefið aðeins lengra með því að gera gott enn betur með Lífskorna brauði. Með ferskum og gómsætum áleggstegundum er hægt að gera Lífskornabrauðið að bragðgóðu fallegu smurbrauði. Lífskornabrauðið er einnig frábær kostur fyrir þá sem velja hollt smurbrauð.