Fara í efni

Gerðu smurbrauð fyrir bóndann á Bóndadaginn

20.01.2021

Fyrsti dagur í þorra er kallaður bóndadagur og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Þann dag á makinn að gera vel við bónda sinn í mat. Komdu bóndanum á óvart með góðri uppskrift að heilsusamlegra smurbrauði. Lífskorn sjö korna og Lífskorn Lágkolvetna henta vel í glæsileg smurbrauð á bóndadaginn. Gerðu vel við bóndann og kauptu Lífskorn í næstu verslun.

Á Bóndadag áttu húsbændur að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu þeir að gera með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag í þorra. Þeir áttu að fara út á skyrtunni einni og vera bæði berlæraðir og berfættir en fara í aðra buxnaskálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér. Þeir áttu að ljúka upp bænum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til veislu.

Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands; https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58509