Fara í efni

Frábærar Myllu hugmyndir fyrir konudaginn

13.02.2024

Konudagur er fyrsti dagur mánaðarins góu í gamla norræna tímatalinu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar. Rétt eins og fyrsti dagur mánaðarins þorra er bóndadagurinn. Þann dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn.

Sú hefð að menn gefi konum blóm í tilefni konudagsins virðist hafa hafist um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þá tóku blómasalar að auglýsa konudagsblóm.

Við hjá Myllunni tökum konudeginum fagnandi og viljum gefa þér skemmtilegar Myllu hugmyndir fyrir daginn. Því við teljum að á þessum degi er svo sannarlega við hæfi að gleðja konurnar í þínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu.

Frábærar Myllu hugmyndir fyrir konudaginn:

  1. Leyfðu henni að sofa út og færðu henni morgunverð í rúmið. Ristaðar Samsölubeyglur með lárperu og rjómaosti slá alltaf í gegn með rjúkandi kaffibolla.
  2. Það er alltaf klassísk að gefa fallegan blómavönd og köku. Við mælum sérstaklega með Myllu möndlukökunni eða smáu kökunum okkar.
  3. Láttu til þín taka í eldhúsinu og útbúðu góðan hádegisdögurð með ekta smurbrauði. Myllan framleiðir nokkrar tegundir af rúgbrauðum og það eina sem þú þarft að huga að er hollt og gott álegg.
  4. Bjóddu henni í rómantískan göngutúr. Það er frábært að hafa meðferðis smurðar klúbbsamlokur, Myllu kleinur og heitt kakó.