Fara í efni

Ferming

08.04.2025

Hvort sem fermingarbarnið fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum þá er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær.

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar fermingarveisla er skipulögð, en það mikilvægasta er að njóta stundarinnar með fjölskyldu og vinum. Veislur eru ómissandi hluti af lífinu og skapa dýrmætar minningar og það er alltaf gaman að koma saman og fagna sérstökum tímamótum eins fermingu.

Það skiptir máli að hefja undirbúning fermingarinnar með góðum fyrirvara. Því betra sem skipulagið er, því auðveldara verður að halda utan um það sem þarf að gera fyrir fermingardaginn. Með því að viðhafa gott skipulag skapast meiri ró og næði þegar stóri dagurinn nálgast, sem gerir það kleift að njóta hans til fulls.

Hvort sem veislan er í stóru sniði eða litlu, pantaðar veitingar eða heimagerðar, skiptir skipulagið miklu máli.

Brauð- og Rúllutertubrauð Myllunnar

Brauðtertan er veigamikill þáttur í íslenskri matarmenningu og það er fátt vinsælla í fermingarveislum en bragðgóðar brauðtertur. Flest höfum við smakkað brauðtertur í fjölskylduveislum eða á tímamótum þegar fólk vill gera vel við sig og aðra. Má því segja að brauðtertur hafa lengi átt fastan sess á veisluborði landsmanna og mörgum þykja fagurlega skreyttar tertur, sem samanstanda af langskornu brauði með ljúffengu eggja- og majónessalati á milli og litríku skrauti, vera ómissandi í veisluna. Fátt er vinsælla í veislum en brauðtertur, en þær eru einnig tilvaldar fyrir föstudagskaffið í vinnunni eða hvert það tilefni þar sem fólk kemur saman.

Undirstöðuatriði brauðtertunnar eru brauð, einhvers konar álegg og ætt skraut, og innihalda flestar majones, sýrðan rjóma, smátt skorin egg ásamt grænmeti og kjöti. Algengust salötin eru rækju-, hangikjöts-, túnfisk- og skinku og aspas.

Brauðtertubrauðið er skorið eftir endilöngu í sneiðar, skorpan skorin af og brauðlengjurnar smurðar með majónessalati og raðað saman með mismunandi áleggi.

Eftir að majónessalati hefur verið smurt milli brauðsneiðanna eru brauðterturnar þaktar með majónesi og skreyttar með ýmsu litríku matarkyns. Algengasta skraut á íslenskum brauðtertum er majónes, gúrkur, tómatar, paprikur, vínber, sítrónur, egg, lax, rækjur, skinka, dill, steinselja og salat.

Skreytingarnar eru alltaf fullkomlega frjálsar og engar tvær tertur eru eins og er oft mikið sjónarspil sem fylgir þeim á veisluborðum.

Myllan framleiðir Brautertubrauð fyrir brauðtertugerðina þína og Rúllutertubrauð frá Myllunni eru líka frábær kostur í brauðtertugerð.

Ef tíminn er knappur er líka gott að vita að Tertugalleríið býður upp á tilvalin sælkerasalöt fyrir brauðtertugerðina. Sælkerasalötin auðvelda þér fyrirhöfnina og sparar þér tíma í eldhúsinu. Þar að auki eru sælkerasalötin fullkomin viðbót á veisluborðið.

Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-túnfisk- eða rækjusalat.

Brauðtertubrauð og Rúllutertubrauð Myllunnar getur þú nálgast í frystinum í næstu verslun og sælkerasalötin frá Tertugalleríinu getur þú pantað hér.