Fara í efni

Fagnaðu fullveldisdeginum!

27.11.2023

Íslendingar fengu fullveldi frá Dönum 1. desember árið 1918 og urðu þá að mestu leyti sjálfstæð þjóð.

Stór skref var stigið í átt að fullu sjálfstæði Íslands þennan dag en þá tóku gildi lög sem staðfestu að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Segja má með sanni að undirbúningurinn hafi tekið um hundrað ár því snemma á 19. öld hófst sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Henni lauk ekki 1918 heldur stóð allt þar til landið fékk sjálfstæði árið 1944.

Lengi vel var gefið frí í skólum í tilefni fullveldisdagsins og haldið upp á hann með ýmsum hætti. Það má því ætla að 1. desember árið 1918 hafi verið mikill hátíðisdagur.

Frostaveturinn mikli

Lítið var samt um hátíðahöld þegar upp á hann var haldið í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður Frostaveturinn mikli. Árið 1918 hafði verið erfitt Íslendingum og bar það skugga á gleðitíðindin 1. desember. Veturinn 1917 til 1918 er kallaður Frostaveturinn mikli og mældist 30 gráðu frost víða á landinu í janúar 1918. Hafís var víða landfastur og rak talsvert suður fyrir land og lokaði siglingaleiðum fram í febrúar.

Af þeim sökum fór lítið fyrir hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Dagurinn varð ekki að hátíðisdegi strax. Fyrstu árin var íslenski fáninn dreginn að húni, kennsluhlé gert í skólum og heiðursorður veittar. Háskólastúdentar hófu að halda upp á daginn á þriðja áratug síðustu aldar og gerðu það til ársins 1960. Árið 1944 þegar Ísland var fullkomlega sjálfstætt ríki með eigin forseta varð 1. desember einn af opinberum fánadögum lýðveldisins með forsetatilskipun.

Þjóðlegar kleinur

Sumir halda fullveldisdaginn í heiðri enda er þetta einn af merkustu dögunum í sögu þjóðarinnar. Það er um að gera og nota hvert tilefni til að fagna og er tilvalið að halda upp á þennan merka dag í Íslandssögunni. Þú getur boðið upp á meðlæti með kaffinu í vinnunni eða boðið ættingjum og vinum í kvöldkaffi í tilefni dagsins.

Við hjá Myllunni mælum með því að bjóða upp á klassísku og þjóðlegu kleinurnar sem allir elska.

Gríptu með þér kleinupoka í næstu innkaupaferð og njóttu fullveldisdagsins með þeim sem þér þykir vænt um.