Fara í efni

Fæðuhringurinn þinn

03.09.2024

Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Í ráðleggingum um mataræði er lögð áhersla á að auka neyslu grænmetis, ávaxta og fisks og heilkorna vara ásamt því að minnka neyslu á sykri, mettaðri fitu, salti og mikið unnum vörum.

Fæðuhringurinn nær vel utan um þessar ráðleggingar og sýnir sex fæðuflokka sem eru taldir vera undirstaða holls mataræðis. Einstaklingar eru hvattir til þess að borða margs konar mat úr hverjum flokki því hver fæðutegund hefur sína sérstöku samsetningu næringarefna.

Í fæðuhringnum eru flokkarnir skipt upp í eftirfarandi:

  • Kornvörur
  • Grænmeti
  • Ávextir og ber
  • Fiskur, kjöt, egg, baunir
  • Mjólk og mjólkurvörur
  • Feitmeti

Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði

Við hjá Myllunni viljum sérstaklega fjalla um kornvörur í fæðuhringnum þar sem við erum brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Við viljum að hrein náttúra og gæði fara saman og eru hráefni okkar vara valin af gæðum. Þess heldur hefur Myllan bakað brauð handa Íslendingum í 65 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni.

Öll hrávörukaup Myllunnar eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti. Sömu sögu er að segja um framleiðsluferlið. Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu á hráefnum bæði erlendis sem og innanlands ásamt flutningi þeirra til okkar. Gæðaeftirliti lýkur ekki fyrr en tilbúnar vörur eru komnar í hendur viðskiptavina okkar. Gæðaeftirlit er einnig á öllum umbúðum hvort sem um er að ræða geymsluþol, öryggi eða áhrif þeirra á umhverfi og náttúru. Til að vera öruggari um að okkar vörur haldi þeim gæðum sem við höfum unnið að, höfum við reglubundið eftirlit með því að söluumhverfi þeirra sé samkvæmt reglum um meðferð matvara.

Þar sem Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum, viljum við vinna markvisst að því að gera gott ennþá betra í samvinnu við viðskiptavini og neytendur. Við leggjum mikið upp úr vöruþróun og hlustum vel á hvað neytendur okkar vilja og reynum að bjóða upp á það sem þeir velja að borða af ólíkum ástæðum.