
25. mars ár hvert er Alþjóðlegi vöffludagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Vöffluunnendur fagna þessari ljúffengu hefð með nýbökuðum vöfflum með sultu og rjóma eða prófa sig áfram með fjölbreyttum útfærslum.
Vöffludagurinn á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar, þar sem hann nefnist Våffeldagen. Upphaflega tengdist dagurinn kristilega hátíðardeginum Jungfru Marie Bebådelsedag, sem á sænsku hljómar svipað og „våffeldag“. Það leiddi til þess að vöfflubakstur varð fastur liður í lok marsmánaðar og hefðin breiddist síðan út um heiminn.
Þótt uppruni Alþjóðlega vöffludagsins liggi í sænskri hefð, hefur dagurinn fest sig æ sterkar í sessi á Íslandi undanfarin ár. Á íslandi hefur vöffludagurinn þróast úr þjóðtrúartengdum degi yfir í gleðilegan og ljúffengan viðburð sem sameinar fólk jafnt á heimilum sem og í fyrirtækjum.
Fáðu þér ljúffenga vöfflubeyglu á alþjóðlega vöffludeginum
Að eiga Samsölu beyglur í frystinum getur einfaldað líf þitt og þægindin fá að ráða för, sérstaklega þegar tíminn er af skornum skammti. Tíminn er til dæmis oft of knappur fyrir undirbúning nestis og þá fer oft ótrúlegur tími í það að velja sér eitthvað að borða.
Við hvetjum fólk almennt að fara gætilega að því að skera frosnar vörur, hvort sem það eru beyglur eða önnur matvæli. Eitt sem við viljum benda á þegar verið er að bjóða upp á beyglur er að nota ekki beitt áhald til að aðskilja helminga beyglunnar. Best er að þíða beygluna við stofuhita í 20 til 30 mínútur áður helmingar eru aðskildir og beyglan ristuð, það er einnig hægt að setja beygluna í örbylgjuofn á affrystingu í u.þ.b. 20 sekúndur (misjafnt eftir ofnum).
Þar sem alþjóðlega vöffludeginum er ávallt fagnað hátíðlega viljum við hjá Myllunni færa þér einfalda og bragðgóða uppskrift af einstakri vöfflubeyglu til að njóta.
Vöfflubeygla
2 fínar Samsölu beyglur eða Samsölu beyglur með kanil og rúsínum
2 msk. íslenskt smjör
½ askja jarðarber
½ askja bláber
Síróp (magn fer eftir smekk)
Aðferð:
1. Taktu fram vöfflujárn og hitaðu það upp.
2. Taktu beygluna varlega í sundur.
3. Smyrðu báðar hliðar á beyglunni með smjörinu.
4. Skerðu ávextina í litla bita og legðu þá til hliðar.
5. Settu einn beygluhelminginn á vöfflujárnið og þrýstu því niður, haltu niðri í u.þ.b. eina mínútu og endurtaktu við hinn beygluhelminginn.
6. Dreifðu ávöxtunum yfir og í lokaskrefinu er síropinu hellt yfir.
Berðu fram með nóg af servíettum og njóttu til hins ítrasta!
Mundu bara að grípa með þér Samsölu beyglu í næstu innkaupaferð!