Fara í efni

Fáðu þér Smáar kökur á Valentínusardeginum

10.02.2025

Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur 14. febrúar ár hvert. Valentínusardagurinn er alþjóðlegur dagur sem helgaður er ást og rómantík og á rætur að rekja til forna tíma þar sem kristnar og heiðnar hefðir samtvinnast.

Nafnið „Valentínus“ er dregið af heilögum Valentínusi, kristnum dýrlingi sem var uppi á þriðju öld. Margar sögur eru til um Valentínus, en ein algengasta goðsögnin segir að hann hafi verið prestur sem sinnti kristnum hjónum í leynum þegar keisari Rómar bannaði hjónabönd hermanna. Valentínus var að lokum handtekinn og líflátinn 14. febrúar árið 269 e.Kr. Fyrir þetta var hann síðar gerður að dýrlingi og dagurinn tengdur nafni hans varð minningardagur.

Einnig má rekja Valentínusardaginn til heiðinnar rómverskrar hátíðar, Lupercalia, sem var haldin í febrúar til að fagna frjósemi. Hátíðin þróaðist þegar kristni tók að festa sig í sessi í Evrópu og með tímanum tengdist dagurinn rómantík og ást.

Valentínusardagurinn þróaðist sem hefð í Evrópu á miðöldum þar sem ástfangið fólk sendi hvort öðru bréf og smágjafir. Hefðin festi sig síðan í sessi í Bandaríkjunum á 19. öld og varð með árunum ein helsta rómantíska hátíð ársins. Með alþjóðavæðingu og áhrifum frá bandarískri menningu barst hátíðin svo til Íslands á síðari hluta 20. aldar.

Smáar kökur á Valentínusardeginum

Valentínusardagurinn er orðinn fastur liður á Íslandi í febrúar og er sérstaklega vinsæll meðal para. Gjafir á borð við blóm, ástarkort, súkkulaði og jafnvel rómantískar máltíðir eru algengar. Dagurinn er þó ekki eingöngu fyrir ástfangið fólk, heldur hefur hann einnig þróast í að vera dagur vináttu og kærleika, þar sem fólk sýnir öðrum þakklæti og hlýhug.

Þrátt fyrir að vera tiltölulega ný hefð á Íslandi hefur Valentínusardagurinn sannarlega fundið sér stað í hjörtum margra Íslendinga.

Ljúffengu smáu kökurnar frá Myllunni eru tilvaldar að njóta við hvert tækifæri sem gefst og er frábært að fagna á sérstökum dögum líkt Valentínusardeginum. Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í saumaklúbbinn, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum.

Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfarið var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum viðskiptavina sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar Nutella-kökur og smáar kökur með sítrónubragði.

Það má líka minna á að smáu kökurnar okkar eru sérstaklega vinsælar hjá yngri kynslóðinni. Það er vinsælt að fá smáar kökur með í sparinestið í skólanum, á afmælisdaginn eða sem auka gotterí í kaffitímanum.

Smáar kökur eru fullkomnar við þitt eigið tilefni. Kipptu endilega með þér pakka í næstu innkaupaferð og njóttu!