Fara í efni

Fáðu þér kleinu og heitt kakó eftir útivistina í snjónum

04.12.2024

Það er fátt sem jafnast á við útivist í snjónum, hvort sem það er að renna sér á sleða, búa til snjókarl eða taka góðan göngutúr og njóta vetrar fegurðarinnar. Eftir slíka útivist er líkaminn oft orðinn pínu kaldur og kallar á eitthvað hlýtt og ljúffengt til að endurnýja orkuna. Heitt kakó með kleinum er þá hin fullkomna næring fyrir bæði stóra og smáa kroppa.

Hlýja í hverjum sopa

Heitt kakó er klassískur vetrardrykkur sem hefur þann töfrandi eiginleika að hlýja bæði líkama og sál. Dásamlegt súkkulaðibragðið færir gleði í hjartað og kætir bragðlaukana á meðan gufan frá kakóbollanum hlýjar köldum fingrum.

Til að fullkomna upplifunina eru kleinur ómissandi með kakóinu. Þetta er íslensk hefð sem hefur glatt hverja kynslóðina á eftir annarri með mjúku og sætu bragði. Samspil súkkulaðibragðsins í kakóinu og kleinunnar er einstakt. Kleinurnar eru einnig matarmiklar og fullkomnar til að fylla á orkubirgðir eftir útiveruna í kuldanum.

Við hjá Myllunni viljum gefa þér bragðgóða uppskrift til að njóta. Undirbúningurinn er einfaldur og uppskriftin er fyrir fjóra. Það eina sem þú þarft eftir stuttan tíma í eldhúsinu eru góðir bollar, diskur fyrir kleinurnar og hlýtt teppi til að njóta eftir útiveruna.

Heitt kakó (fyrir 4)

1 l. Nýmjólk

4 msk. ósætt kakóduft

2 msk. sykur (eða eftir smekk, hægt að nota sætu í staðinn)

2 tsk. vanilludropar (valfrjálst, en bætir við góðu bragði)

100 gr. Bismark rjómasúkkulaði

250 ml. rjómi

1 tsk. kanill eða kakóduft

Aðferð:

  1. Helltu mjólkinni í pott og hitaðu hana rólega á meðalhita þar til að hún er heit en ekki sjóðandi.
  2. Blandaðu kakódufti og sykri saman í lítilli skál og helltu smá heitri mjólk yfir kakó- og sykurblönduna og hrærðu vel saman.
  3. Helltu kakóblöndunni aftur í pottinn með heitri mjólkinni og bættu við vanilludropum.
  4. Brytjaðu niður Bismark rjómasúkkulaðið og bættu því við kakóblönduna og hrærðu vel þar til súkkulaðið er alveg bráðið.
  5. Láttu kakóið hitna í pottinum á vægum hita í nokkrar mínútur og passaðu að það sjóði ekki upp úr, þar sem það gæti breytt áferðinni.
  6. Helltu kakóinu í fjóra bolla og þeyttu rjómann og toppaðu drykkinn með rjómanum. Stráðu loks smá kanil eða kakódufti yfir rjómann.

Mundi bara eftir að kippa mér þér poka af kleinum frá Myllunni í næstu innkaupaferð!