Fara í efni

Ekki gleyma að hugsa um heilsuna í desember

17.12.2024

Desember er tími gleði, samveru og veisluhalda, en á sama tíma getur hann verið krefjandi fyrir heilsuna. Með dýrindis kræsingum, smákökum, konfekt og annríki er auðvelt að gleyma því að huga vel að eigin vellíðan og næra líkamann. Þess vegna er mikilvægt að hafa jafnvægi í huga og nærast vel á þessum annasama tíma ársins.

Heilsa þín er besta jólagjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér og á hún sannarlega skilið að vera í forgangi í desember.

Grænmetissamloka

Við hjá Myllunni viljum færa þér næringarríka og bragðgóða uppskrift af hollri samloku þar sem Lífskorn er undirstaða samlokunnar. Þess heldur er einfalt að útbúa samlokuna í annríki desember þegar tíminn er knappur í eldhúsinu og svengdin sækir að.

2 brauðsneiðar Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lambhagasalat (magn eftir smekk)

1 stk. harðsoðið egg

1 stk. tómatur

10 stk. gúrkusneiðar

½ rauð paprika

3 msk. Hummus

Everything bagel seasoning (krydd)

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að skola grænmetið og þerra. Næst skerðu grænmetið og leggur til hliðar.
  2. Settu vatn í pott og leyfðu suðunni að koma upp. Legðu eggið varlega ofan í pottinn með skeið. Leyfðu egginu að sjóða í ca. 10 mínútur (harðsoðið egg) og þegar tíminn er liðin er gott að kæla eggið undir kaldri vatnsbunu í smá stund. Þegar eggið er búið að kælast flysjar þú eggjaskurnin frá og skerð eggið í sneiðar.
  3. Legðu brauðsneiðarnar á diskinn og smyrðu báðar brauðsneiðarnar á aðra hliðina með Hummus (sú hlið sem snýr inn).
  4. Kryddaðu hummusahliðina á brauðsneiðunum með Everything bagel seasoning kryddinu.
  5. Raðaðu samlokunni saman með því að leggja lambhagasalatið neðst og eggjasneiðarnar ofan á salatið. Nærst raðar þú grænmetinu ofan á og lokar samlokunni með að setja seinni brauðsneiðina efst.

Lífskorn er tilvalið fyrir þína heilsu og næringarríkt matarræði

Jólahlaðborðin, smákökurnar og konfektið eiga sannarlega sinn stað í desember, en það er mikilvægt að borða líka fjölbreytta og næringarríka fæðu á milli þessara skemmtilegu máltíða.

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinið og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins.

Bragðaðu öll brauðin og veldu þitt uppáhalds Lífskorn, en hægt er að velja um átta mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Lífskorn, kolvetnaskert

Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskersfræ

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur

Ekki gleyma að næra líkamann með því að safna góðri orku í desember. Mundu eftir Lífskornafjölskyldunni í næstu innkaupaferð og fáðu þér Lífskorn strax í dag.