Fara í efni

Einfaldar og ljúffengar uppskriftir fyrir þig að njóta

29.10.2024

Að eiga Samsölu beyglur í frystinum getur einfaldað líf þitt og þægindin fá að ráða för, sérstaklega þegar tíminn er af skornum skammti. Tíminn er til dæmis oft of knappur fyrir undirbúning nestis og þá fer oft ótrúlegur tími í það að velja sér eitthvað að borða.

Samsölu beyglur eru tilvaldar í koma sér af stað á morgnana. Þær geta verið ljúffengar með góðu áleggi í hádeginu og eru ekki síður hentugar með kaffinu í eftirmiðdaginn eða sem snarl að kvöldi til.

Af hverju eru beyglurnar ekki skornar alveg í gegn?

Þeirri spurningu hefur verið kastað fram hvort ekki sé hægt að skera beyglurnar alveg í gegn. Ef beyglurnar væru skornar alveg í gegn þyrfti að handpakka þeim í umbúðirnar sem yrði kostnaðarsamt og myndi hækka verðið til neytenda. Vegna kostnaðarhagræðis er beyglunum vélpakkað í dag en vélin getur ekki tryggt að toppur og botn raðist alltaf saman ef helmingarnir væru lausir.

Farið varlega við að skera beyglurnar í sundur

Við hvetjum fólk almennt að fara gætilega að því að skera frosnar vörur, hvort sem það eru beyglur eða önnur matvæli. Eitt sem við viljum benda á þegar verið er að bjóða upp á beyglur er að nota ekki beitt áhald til að aðskilja helminga beyglunnar. Best er að þíða beygluna við stofuhita í 20 til 30 mínútur áður helmingar eru aðskildir og beyglan ristuð, það er einnig hægt að setja beygluna í örbylgjuofn á affrystistillingu í u.þ.b. 20 sekúndur (misjafnt eftir ofnum).

Svepperóni beygla

1 stk. jalapeno og osta beygla

6 msk. pizzusósa

20 pepperóní sneiðar

5 sveppir

Rifinn ostur (magn eftir smekk)

Óreganó krydd

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á 200 gráður (blástursofn).
  2. Taktu beygluna varlega í sundur og smyrðu báða beygluhelmingana með pizzusósunni.
  3. Raðaðu pepperóní sneiðunum á báða beygluhelmingana.
  4. Skerðu sveppina í sneiðar og dreifðu þeim á báða beygluhelmingana.
  5. Dreifðu ostinum yfir báða beygluhelmingana.
  6. Settu báða beygluhelmingana á smjörpappír og bakaðu í ofninum í u.þ.b. 15 mínútur.
  7. Taktu beygluhelmingana út þegar þeir eru tilbúnir og stráðu óreganóinu yfir.

Hvítlauksbitar

2 stk. fín beygla

6 msk. íslenskt smjör

3 stk. pressuð hvítlauksrif

½ tsk. sjávarsalt

1 msk. steinselja smátt söxuð

Rifinn parmesanostur (eða hvaða ostur sem hentar hverju sinni)

Aðferð:

  1. Stilltu ofninn á 200 gráður (blástursofn).
  2. Blandaðu saman smjörinu, pressaða hvítlauknum, sjávarsaltinu og steinseljunni og leggðu til hliðar.
  3. Taktu beygluna varlega í sundur og skerðu hvern beygluhelming í fjóra bita.
  4. Smurðu bitana með smjörblöndunni (hliðarnar líka) og stráðu rifna parmesanostinum yfir
  5. Leggðu bitana á smjörpappír og bakaðu í ofninum í u.þ.b. 10 mínútur.
  6. Þegar bitarnir eru tilbúnir eru þeir teknir út og bornir fram.

Skoðaðu úrvalið og gríptu með þér Samsölu beyglu í næstu innkaupaferð!

Fínar beyglur

Beyglur með kanil og rúsínum

Beyglur með Jalapeno og osti

Beyglur með hörfræjum, sesam og birki