Fara í efni

Brauðréttur með Lífskorn

13.05.2024

Myllan er ferskvöruframleiðandi sem skilur að samfélagið þrífst best á fjölbreyttri matarmenningu. Við hjá Myllunni erum brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum og viljum að hrein náttúra og gæði fari saman og eru hráefni Myllu vara valin af gæðum. Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur þar sem meðal annars má finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu og minnka líkur á sjúkdómum.

Lífskornalína Myllunnar

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinið og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn þitt. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Við hjá Myllunni viljum færa þér uppskrift sem flest allir þekkja, hinum klassíska heita brauðrétti, en þessi brauðréttur klárast yfirleitt alltaf fyrstur af öllum veisluveigum í afmælum og veislum.

Gómsætur, heitur brauðréttur með Lífskorni

½ Lífskorn með sólblóma- og hörfræjum

240 gr.  hunangsskinka

1 dós aspas

300 gr. camembert smurostur

½ dl. rjómi

2 tsk. dijon-sinnep

½  grænmetiskraftur eða ½ grænmetisteningur

½ poki rifinn pizzaostur

Arómat

Íslenskt smjör

Aðferð:

  1. Hitaðu ofn í 180 gráður (blástursofn)
  2. Penslaðu eldfast mót að innan með smjöri.
  3. Skerðu skorpuna af Lífskornabrauðinu,rífðu niður í bita og raðaðu á botninn í báðum eldfasta mótinu.
  4. Helltu vökvanum úr aspasdósinni í pott ásamt smurostinum, rjómanum, dijon-sinnepinu og grænmetiskraftinum. Hrærðu saman við miðlungshita og leyfðu innihaldsefnunum að bráðna saman.
  5. Stappaðu aspasinn með gaffli, bætti honum við blönduna í pottinum og hrærðu saman.
  6. Skerðu skinkuna í bita og dreifðu yfir brauðið í eldfasta mótinu ásamt sósunni.
  7. Toppaðu með rifnum osti og kryddaðu með arómat (eftir smekk). Bakaðu í 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn og rétturinn heitur í gegn.

Það er gott að geta nýtt skorpuna af brauðinu og búa til heimagert brauðrasp.