Fara í efni

Brauð frá Myllunni sem henta í french toast

10.12.2021

Brauð fyrir French Toast verður uppfylla nokkur grunnskilyrði til að nýtast í hinn ljúffenga franska rétt French Toast en rétturinn samanstendur af brauði vættu úr eggja- og mjólkurblöndu sem svo er steikt á pönnu.

Dýfingin og pönnusteikingin þýðir að brauðið þarf að vera nokkuð þétt og stíft og þola það að blotna af eggjablöndunni án þess að detta í sundur þegar það er svo steikt á pönnunni í kjölfarið. Brauð þarf ekki að vera þykkt skorið en það þarf að vera þétt og bestu brauð Myllunnar hvað þetta varðar eru brauðin í Lífskornalínunni, Heimilisbrauðið og svo auðvitað Brioch formbrauð Myllunar. Öll þessi brauð eru nægilega þétt til að hanga vel saman fyrir gott French Toast.

En það þarf fleira til. Það er til dæmis mjög mikilvægt að brauðið sé ekki alveg ferskt eða nýbakað. Dags gamalt, eða jafnvel tveggja daga gamalt brauð er best þar sem það er þá orðið aðeins stífara og það hentar enn betur í þessa þekktu uppskrift. Ástæðan er einfaldlega sú að brauðið endurheimtir raka með því að því sé dýft í eggja- og mjólkurblöndu.

Matarsóunarvinkillinn er í raun vafalaust ein megin ástæða þess að French Toast uppskriftin varð vinsæl. Það er leiðinlegt að henda brauði bara vegna þess að manni finnst það orðið of gamalt fyrir ristavélina. Og þannig hafa Frakkar það, þeir nýta brauð sem er orðið hart í súpur, ristaða brauðmola með rósmarín og salti og auðvitað French Toast og forðast þannig matarsóun. Það er gott mál!