
Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og er þessi dagur í uppáhaldi hjá mörgum. Það virðist engu máli skipta hvaða útfærsla af bollum um ræðir, hvort sem það er einföld bolla með sultu, rjóma og glassúr, eða annarri góðri fyllingu þá slá þær alltaf í gegn.
Bolludagsbollur eru sívinsælar meðal yngstu kynslóðarinnar, vina, fjölskyldna sem og starfsfólks fyrirtækja. Ef þú vilt útbúa bollur sjálf/ur og hafa þær eftir þinni hentisemi, ætlum við hjá Myllunni að framleiða mikið magn af forbökuðum vatnsdeigs- og gerdeigsbollum. Bollurnar okkar eru mjúkar og bragðgóðar og henta einstaklega vel í bolluveisluna þína.
Bolludagurinn nálgast óðfluga! Myllan er komin í gírinn og dreifir bollunum ásamt ógleymdum Myllu glassúr í helstu matvöruverslanir á næstu dögum. Þess vegna viljum við hjá Myllunni veita þér ofureinfaldar og sérstaklega ljúffengar bolluuppskrift til að spreyta þig á og bjóða upp á.
Ef tíminn er knappur getur þú pantað bollur hjá Tertugallerí
Vatnsdeigsrjómabollur frá Tertugalleríinu eru einstaklega ljúffengar og glæsilegar og sérstaklega mjúkar undir tönn. Bollurnar koma í takmörkuðu upplagi og einungis til afhendingar 1.-3. mars. Bollurnar eru afgreiddar í öskjum þar sem hver eining samanstendur af 12 bollum sömu gerðar. Þú getur pantað hér!
Bolllu uppskriftir
Jarðarberjabollur
Myllu gerdeigsbollur
Myllu glassúr
500 ml. rjómi
3 msk. flórsykur
1 askja jarðarber
Hindberjasulta
Hnetutoppskurl
Aðferð
- Skerðu jarðarberin smátt.
- Þeyttu rjóma og bættu flórsykrinum við rétt áður en rjóminn verður tilbúinn.
- Taktu Myllu gerdeigsbolluna í sundur og dreifðu hindberjasultunni á botninn og stráðu jarðarberjunum einnig á botninn og fylltu með rjómablöndunni.
- Lokaðu bollunni og settu Myllu glassúr ofan á hana og stráði hnetutoppskurli yfir.
Nutellabollur
Myllu vatnsdeigsbollur
Myllu glassúr
500 ml. rjómi
3 msk. flórsykur
6 msk. Nutellakrem
3 stk. bananar
Aðferð:
- Stappaðu bananana og skerðu jarðarberin smátt.
- Þeyttu rjóma og bættu flórsykrinum við rétt áður en rjóminn verður tilbúinn.
- Blandaðu banönunum saman við nutellakremið og hrærðu blöndunni varlega saman við rjómablönduna með sleif.
- Taktu Myllu vatnsdeigsbolluna í sundur og settu rjómablönduna á botninn á bollunni.
- Lokaðu bollunni og settu Myllu glassúr yfir.