Fara í efni

Bjóddu upp á smáar kökur Myllunnar í „Afternoon tea“ boðinu

15.08.2024

Afternoon tea“, eða síðdegiste, er ein af útbreiddustu breskum hefðunum. Þessi skemmtilegi siður hefur þróast í gegnum árin og hófst sem lausn á svengdartilfinningu. Í gegnum tíðina hefur hann þó breyst í mikilvægan félagslegan viðburð víðs vegar um heiminn.

Hertogaynjan af Bedford

„Afternoon tea“ er almennt rakið til Önnu, hertogaynju af Bedford sem átti heima á fyrri hluta 19. aldar í Englandi. Hertogaynjan, sem var vinkona Viktoríu drottningar, fann fyrir svengd síðdegis þar sem tíminn milli hádegisverðar og kvöldverðar var of langur að hennar mati. Á þessum tíma var kvöldverður venjulega borinn fram seint á kvöldin,eða um klukkan átta eða níu. Hertogaynjan ákvað að taka upp þann sið að biðja þjónustufólk sitt að bera fram te, smurbrauð og kökur um fjögurleytið.

Þessi siður varð fljótt fastur liður hjá hertogaynjunni og hún fór að bjóða vinkonum sínum að taka þátt í þessu létta síðdegissnarli. Brátt breiddist þessi nýja hefð út meðal aðalsins og varð vinsæl skemmtun fyrir þá sem gátu leyft sér að njóta slíkrar lúxusmáltíðar.

Gullöld Síðdegiste

Á Viktoríutímabilinu þegar siðvenjur og félagslegir viðburðir voru í hávegum hafðir varð “afternoon tea“ að formlegri hefð. Síðar þróaðist síðdegiste-ið yfir í félagslegan viðburð þar sem gestir hittust til að njóta léttra rétta og sætinda ásamt tei. Máltíðin var borin fram á fínu postulíni og bakkar með smurðu brauði, skonsur með rjóma og sultu ásamt úrvali af kökum og tertum voru algengir.

 

Viktoría drottning tók sjálf þátt í hefðinni og það að njóta síðdegiste með drottningunni var talið afar virt. Þetta gaf hefðinni enn meiri virðingu, og hún varð fljótt tákn um breska menningu og aðal.

Breytingar

Þegar 20. öldin gekk í garð tók „afternoon tea“ breytingum. Í stað þess að vera aðeins fyrir aðalsfólk, varð siðurinn útbreiddari meðal millistéttarinnar og tehús spruttu upp í borgum og bæjum þar sem fólk gat notið þess að fá sér síðdegiste í rólegu og afslöppuðu umhverfi.

Á stríðsárunum minnkuðuþó vinsældir „afternoon tea“ vegna skorts á hráefnum, en hefðin lifði þó áfram þó í einfaldara formi. Eftir stríðið fór hefðin að njóta sín á ný, sérstaklega meðal ferðamanna sem vildu upplifa klassískan breskan sið.

Í nútímanum er „afternoon tea“ ekki lengur bundið við aðalsstéttina eða millistéttina, enda orðinn vinsæll viðburður sem allir geta notið. Mörg hótel og veitingastaðir um allan heim bjóða upp á „afternoon tea“ þar sem fólk getur notið hefðbundinna rétta á nútímalegan hátt. Nú til dags er einnig hægt að fá vegan og glútenfría kosti sem tryggir að hefðin haldist í takt við breyttar matarvenjur og þarfir.

Þess heldur hefur siðurinn þróast í margs konar útfærslur, svo sem „champagne tea,“ þar sem teinu er fylgt með kampavíni og „cream tea,“ sem einblínir á skonsur með rjóma og sultu.

Bjóddu upp á smáu kökur Myllunnar

Ljúffengu smáu kökurnar frá Myllunni eru tilvaldar að njóta við hvert tækifæri sem gefst og er frábær viðbót við “afternoon tea“ boðið þitt. Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í saumaklúbbinn, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum.

Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfarið var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum viðskiptavina sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlumsmáar Nutella-kökur og smáar kökur með sítrónubragði.

Það má líka minna á að smáu kökurnar okkar eru sérstaklega vinsælar hjá yngri kynslóðinni. Það er vinsælt að fá smáar kökur með í sparinestið í skólanum, á afmælisdaginn eða sem auka gotterí í kaffitímanum.

Smáar kökur eru fullkomnar fyrir þitt eigið tilefni. Kipptu endilega með þér pakka í næstu innkaupaferð og njóttu!