Það er fátt eins dýrmætt og að njóta hvíldar um helgar og fá tækifæri til þess að getað slakað á. Þegar slík helgi kemur upp er ljúft að byrja daginn á rólegum nótum og leyfa sér að vakna í eigin tíma og án áreitis vekjaraklukku.
Til að fullkomna slíka morgna er tilvalið að gæða sér á góðum morgunmat og Samsölu beyglur eru frábær valkostur fyrir þá stund. Samsölu beyglur frá Myllunni hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu á markað og hafa þær verið ómissandi á morgunverðarborði margra til að gera sér dagamun og eru tilvaldar í að koma sér af stað á morgnanna.
Beyglurnar eru tilvaldar í koma sér af stað á morgnanna, geta verið ljúffengar með góðu áleggi í hádeginu og þær eru ekki síður hentugar með kaffinu í eftirmiðdaginn eða sem snarl að kvöldi til. Samsölu beyglurnar eru fyrir margra hluta sakir þægilegar þar sem það er hægt að eiga þær í frysti og grípa til þeirra og leyfa einfaldleikanum í eldhúsinu að ráða för.
Við hjá Myllunni viljum því færa þér einfalda og bragðgóða uppskrift af einstakri morgunverðar vöfflubeyglu.
Vöfflubeygla
2 fínar Samsölu beyglur eða Samsölu beyglur með kanil og rúsínum
2 msk. íslenskt smjör
½ askja jarðarber
½ askja bláber
Síróp (magn fer eftir smekk)
Aðferð:
- Takið fram vöfflujárn og hitið það upp.
- Takið beygluna varlega í sundur.
- Smyrjið báðar hliðar á beyglunni með smjörinu.
- Skerið ávextina í litla bita og setjið þá til hliðar.
- Setjið einn beygluhelminginn á vöfflujárnið og þrýstið niður, haldið niðri í u.þ.b. eina mínútu og endurtakið við hinn beygluhelminginn.
- Dreifið ávöxtunum yfir og í lokaskrefinu er síropinu hellt yfir.
Berið fram með nóg af servíettum og njótið!
Skoðaðu úrvalið og gríptu með þér Samsölu beyglu í næstu innkaupaferð!
Beyglur með hörfræjum, sesam og birki