Fara í efni

Bakkelsi Myllunnar er tilvalið fyrir ferðalagið þitt

01.07.2024

Nú er júlí mánuður genginn í garð í allri sinni sumardýrð og því eru margar fjölskyldur sem hyggja á ferðalög á næstunni, enda flestir komnir í sumarfrí. Nesti er stór hluti af undirbúningi hvers ferðalags og þar leikur bakkelsið frá Myllunni stórt hlutverk.

Það er óhætt að segja að engin kaka hafi notið viðlíka vinsælda og Möndlukaka Myllunnar. Hún er líka alveg sérstaklega bragðgóð, stærðin er fullkomin og svo er hún líka tengd svo ótal mörgum minningum. Ekki skemmir heldur verðið sem er sérlega hagstætt. Klassíska Myllu Möndlukakan hefur verið fastagestur á heimilum landsmanna í langan tíma en hún hefur verið ein mest selda kaka Myllunnar frá upphafi.

Möndlukakan hefur þekkst í ýmissi útfærslu víða um heim enda er eitthvað við möndlubragðið sem hentar svo óskaplega vel með góðu kaffi eða ískaldri mjólk. Bragðið hentar flestum og ungir sem og aldnir eru sólgnir í möndlubragðið og hversu hæfilega sæt kakan er.

Möndlukakan er fullkomin á ferðalaginu þínu!

Smáu kökur Myllunnar

Ljúffengu smáu kökur Myllunnar eru tilvaldar að njóta við hvert tækifæri sem gefst. Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í ferðalagið, lautarferðina eða sumarbústaðinn.

Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfarið var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum viðskiptavina sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum og smáar kökur með sítrónubragði.

Nýjasta viðbótin við smáu kökur Myllunnar eru dísætar smáar gulrótarkökur sem hafa fengið frábærar viðtökur og gefa fyrri vinsældum smáu kakanna ekkert eftir!

Ef bakkelsið frá Myllunni er með í nestiskörfunni munu allir finna eitthvað við sitt hæfi.Mundu bara að kippa með þér pakka af smáu kökum Myllunnar næst þegar þú ferð í verslun!