Fara í efni

Þíða skal góðu beyglurnar áður en þær eru skornar

18.08.2020

Myllan vill koma á framfæri að æskilegt er að þíða bragðgóðu beyglurnar okkar áður en helmingunum er skipt í tvennt og því er gott að taka þær út nokkrum mínútum áður en á að neyta þeirra.

Þeirri spurningu hefur verið kastað fram hvort ekki sé hægt að skera beyglurnar alveg í gegn. Ef beyglurnar væru skornar alveg í gegn þyrfti að handpakka þeim í umbúðirnar og yrði það kostnaðarsamt sem myndi hækka verðið til neytenda. Vegna kostnaðarhagræðis eru beyglunum vélpakkað í dag en vélin getur ekki tryggt að toppur og botn raðist alltaf saman ef helmingarnir væru lausir.

Við hvetjum fólk almennt að fara gætilega að því að skera frosnar vörur, hvort sem það eru beyglur eða önnur matvæli og mælum með því að beyglurnar séu þíddar ef ætlunin er að skera þær í sundur.

Virðirðingarfyllst, Starfsfólk Myllunnar.