
Sunnudagurinn 23. febrúar er fyrsti dagur Góumánaðar sem hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld. Þessi einstaki dagur er hluti af gömlum hefðum sem minna okkur á gildi þess að fagna og heiðra þær sem okkur þykir vænt um.
Á þessum degi er venjan hjá mörgum að gleðja konurnar í sínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu. Konurnar í lífi þínu geta komið úr margvíslegum áttum og átt sérstakan stað í hjarta þínu.
Að gleðja á Konudeginum snýst ekki bara um gjafir, heldur um að sýna væntumþykju og virðingu með einlægum gjörðum sem skapa góðar minningar. Hvort sem það er með fallegum blómavendi, ljúffengum morgunverði í rúmið eða hjartnæmum skilaboðum, þá getur dagurinn verið einstakur þegar hugurinn fylgir með.
Með því að fagna Konudeginum styrkjum við tengslin og minnumst þess hversu dýrmætt það er að gleðja aðra. Þetta er ekki aðeins dagur til að heiðra konur, heldur líka til að skapa gleði og samkennd sem endist langt umfram einn dag í febrúar.
Bjóddu upp á eftirminnilegan morgunverð á Konudeginum
Fagnaðu Konudeginum með að bjóða upp á ljúffengan morgunverð í rúmið. Útbúðu girnilegar Samsölu beyglur með laxi og rjómaosti, lárperu og hummus, eða Nutella og ferskum jarðarberjum. Við hjá Myllunni viljum því færa þér einfaldar og bragðgóðar hugmyndir af ljúffengum morgunverðarbeyglum fyrir þig til að bjóða á Konudeginum.
Lúxusbeygla með laxi:
- Smyrðu beygluna með rjómaosti.
- Bættu við reyktum lax, klettasalati og nokkrum rauðlaukshringjum.
Grænmetisbeygla:
- Smyrðu beygluna með hummus.
- Bættu við lárperusneiðum, spínat og papriku.
Beygla með túnfisksalati:
- Smyrðu beygluna með majónes.
- Bættu við túnfisksalati (túnfiskur, egg, majónes, smátt söxuð paprika og rauðlaukur).
- Skreyttu með ferskum agúrkusneiðum fyrir ferskt bragð.
Ítölsk beyglusæla:
- Smyrðu beygluna með pestó.
- Legðu sneiðar af mozzarella osti og tómötum ofan á.
- Skreyttu með ferskum basilíkulaufum og dreyptu smá ólífuolíu yfir.
Nutella beygla:
- Smyrðu beygluna með Nutella.
- Toppaðu með ferskum jarðarberjum eða bönunum.
Beygla með hnetusmjöri og ávöxtum:
- Smyrðu beygluna með hnetusmjöri.
- Legðu sneiðar af bönunum og eplum yfir.
- Stráðu smá kanil og valhnetum ofan á til að fullkomna bragðið.
Að eiga Samsölu beyglur í frystinum getur einfaldað líf þitt og þægindin fá að ráða för, sérstaklega þegar tíminn er af skornum skammti. Tíminn er til dæmis oft of knappur fyrir undirbúning nestis og þá fer oft ótrúlegur tími í það að velja sér eitthvað að borða.
Samsölu beyglur eru tilvaldar í koma sér af stað á morgnana. Þær geta verið ljúffengar með góðu áleggi í hádeginu og eru ekki síður hentugar með kaffinu í eftirmiðdaginn eða sem snarl að kvöldi til.
Við hvetjum fólk almennt að fara gætilega að því að skera frosnar vörur, hvort sem það eru beyglur eða önnur matvæli. Eitt sem við viljum benda á þegar verið er að bjóða upp á beyglur er að nota ekki beitt áhald til að aðskilja helminga beyglunnar. Best er að þíða beygluna við stofuhita í 20 til 30 mínútur áður helmingar eru aðskildir og beyglan ristuð, það er einnig hægt að setja beygluna í örbylgjuofn á affrystingu í u.þ.b. 20 sekúndur (misjafnt eftir ofnum).
Fagnaðu Konudeginum og gríptu með þér Samsölu beyglu í næstu innkaupaferð!
Beyglur með hörfræjum, sesam og birki