Íslenskar jólahefðir eru skemmtilegar og fjölbreyttar þar sem þær tengjast mörgum venjum og siðum sem hafa þróast í gegnum tímana. Jólin eru oft tengd samverustundum þar sem ljúffengar kræsingar fylgja gjarnan með. Jólahefðirnar marka gjarnan upphafið á aðventunni, en næstkomandi sunnudag 1. desember er fyrsti í aðventu og fylgir henni gjarnan aðventuboð í fjölskyldunni, hjá vinahópnum eða á vinnustaðnum.
Það er því tilvalið að koma á óvart og mæta með eða bjóða upp á Jólatertu Myllunnar. Ef þú getur ekki gert upp á milli jólatertnanna getur þú leyft aðventugestunum þínum að smakka þær allar og finna út hver uppáhalds Jólaterta Myllunnar þeirra er í aðventuboðinu!
Þú gætir líka búið til skemmtilegan jólaleik með því að leyfa gestunum að giska á hvaða Myllu Jólatertu þeir eru að gæða sér á.
Jólatertur Myllunnar
Svokallað Jólatertu æði hefur verið síðan Jólaterturnar komu í búðir á degi Jólatertunnar sem var 24. október síðastliðinn og hafa Jólaterturnar vægast sagt fengið frábærar viðtökur. Myllan býður upp á fjórar ljúffengar tegundir af jólatertum og eru þær allar handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Jólatertan í rauðu umbúðunum er hin sígilda brúna jólaterta með smjörkremi og sultu. Í þeim grænu leynist ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og í hvítu umbúðunum er hvít randalína með ljúffengu sveskjumauki Myllunnar. Jólatertan í bláu umbúðunum er lungamjúk og ljúffeng hvít jólaterta með rabarbarasultu. Smakkaðu þær allar og finndu út hver uppáhalds Myllu Jólatertan er í aðventuboðinu!
Ekki má heldur gleyma smáu Jólakökurnar. Um er að ræða dúnmjúka veislu af smáum Jólakökum með kremi. Smáu Jólakökurnar með kremi koma eflaust til með að færa þér jólin í sinni einföldustu mynd. Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar eins og allar hinar smáu kökurnar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt er að grípa þær með í ferðalagið, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum. Þær eru fullkomnar beint í munninn.
Vinir Grænu Jólatertunnar
Fyrir þá sem elska jólaterturnar þá mælum við með Facebook-hópnum „Vinir Grænu Jólatertunnar“. Þó við hjá Myllunni segjum sjálf frá þá er þetta með skemmtilegri hópum sem þú finnur á veraldarvefnum, enda alltaf margt skemmtilegt um að vera og frábærar umræður með skemmtilegum jólatertu fróðleik. Taktu þátt í fjörinu, skráðu þig í hópinn og njóttu aðdraganda jólanna með gómsætri Jólatertu sem bráðnar í munninum.