logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Tertugallerí Myllunnar verður með sérstaklega bleikar veitingar á boðstólum í október sem þú einfaldlega verður að smakka. Hægt er að fá fjórar tegundir af dásamlegum tertum ásamt glæsilegum og bleikum bollakökum og bleikum kleinuhringjum.
Skoðaðu bleiku veitingarnar okkar hér! 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_myllan_sma_kokur_3saman_HD.jpgMenningarnótt er árleg hátíð sem haldin er í tilefni af afmæli Reykjavíkurborgar sem er 18. ágúst. Fyrsta Menningarnóttin var haldin árið 1996 en síðan þá hefur hátíðin verið ein af stærstu viðburðum ársins í Reykjavík.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_2027.jpgÞað er alltaf gaman á Hinsegin dögum og hlakka margir til þeirrar skemmtunar sem fylgir þeirri hátíð. Hinsegin dagar ná síðan hápunktinum í gleðigöngunni á laugardaginn. Ef einhvern tímann er tilefni til að fá sér góðar veitingar þá er það í tilefni Hinsegin daga. Hjónabandssælan á einstaklega vel við þessa vikuna en ef þú vilt slá í gegn með lítilli fyrirhöfn þá kunnum við eitt skothelt ráð til þess.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_cw170102_isam_myllan_lifskorn_4saman_HD_20171020.jpgHægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af Lífskornabrauðum frá Myllunni. Lífskornabrauðið í rauðu umbúðunum er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salt en brauðið er fullt af næringarríkum trefjum.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_beyglur_jalapeno_ristud_umbudir_HD.jpgSamsölu beyglur hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu á markað og hafa þær verið ómissandi á morgunverðarborð margra til að gera sér dagamun. Við erum afar ánægð með nýjasta fjölskyldumeðlim í beyglulínunni okkar. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_myllan_sma_kokur_3saman_HD.jpgMöndlukakan hefur verið fastagestur á heimilum landsmanna í langan tíma en Möndlukakan hefur verið ein mest selda kaka Myllunnar frá upphafi. Í tilefni þess hófum við sölu á möndlustykkjum í fyrra en í ár kynnum við nýja og enn betri uppskrift af möndlukökum. Jafnframt að auki, tvær nýjar tegundir af smá kökum.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_tertugalleri_sukkuladiterta_isl_fani_01_1000x1000.pngTertugallerí Myllunnar býður nú upp á skemmtilega nýjung í tilefni Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu. Nú er hægt að fá gómsæta Boltaköku, gullfallega HM súkkulaðitertu og HM nammitertu, ljúffengar bollakökur með íslenska fánanum.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_tertugalleri_kleinuhringur_blandad_mix_0101.png

Tertugallerí Myllunnar kynnir til leiks enn eina nýjungina í vöruúrvali þeirra. Um er að ræða ljúffenga og gullfallega kleinuhringi.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_665.jpgBeyglur geta þjónað margs konar tilgangi. Beyglurnar eru tilvaldar í koma sér af stað á morgnanna. Þær geta verið ljúffengar með góðu áleggi í hádeginu og þær eru ekki síður hentugar með kaffinu í eftirmiðdaginn eða sem snarl að kvöldi til.

Lestu meira...

Sögu eggjabrauðs má rekja allt til miðalda og er það oft kallað ,,pain doré‘‘ eða gullbrauð. Eggjabrauð eru mjög vinsæl og er það afar mismunandi milli landa hvernig eggjabrauðið er matreitt. Í Portúgal og Brasilíu er djúpsteikt eggjabrauð með kanilsykri borðað á jólunum annað hvort sem ljúffengur morgunmatur eða dásamlegur eftirréttur. Það er því ekki eftir neinu að bíða en að gera vel við sig við fyrsta tækifæri og fá sér gullbrauð hvort sem það sé í morgunmat eða eftirrétt.

Lestu meira...

Nýjasta Lífskornsbrauðið okkar: Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum hefur vægast sagt fengið frábærar viðtökur, eins og nafnið gefur til kynna eru sjö tegundir af kornum og fræjum en um er að ræða hafraflögur, sólbólmafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti sem gerir það að verkum að brauðið er sérstaklega þétt og saðsamt.  

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Lfskorn_7korn_Vegan_P4062066_LR.png

Við hjá Myllunni kynnum með stolti nýjasta fjölskyldumeðlim Lífskornalínunnar sem ber nafnið Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum. Eins og nafnið gefur til kynna má finna í nýja lífskornabrauðinu sjö tegundir af fræjum og kornum. Um er að ræða hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti.

Lestu meira...

Öll höfum við nóg að gera en það þýðir ekki að við getum lumað á einhverjum brögðum til þess að líta út fyrir að við höfum eytt meiri tíma í huggulegheit en við í raun gerðum. Að baka köku getur verið tímafrekt og er því tilvalið að kaupa tilbúna svampbotna sem þú getur skreytt með uppáhalds kreminu þínu.

Lestu meira...

Segja má að fermingin sé fyrsti stóráfanginn í lífi ungs fólks og eru því fermingar mikið hátíðarefni. Ráðlagt er að fara skipuleggja veisluhöldin en vinir okkar hjá Tertugallerí hafa gefið út glæsilegan bækling með veitingum tilvöldnum fyrir fermingarveisluna. Hjá Tertugallerí færðu úrvals vöru bakaða af fagmönnum sérstaklega fyrir þig sem auðveldar þér skipulagið og fyrirhöfnina fyrir stóra daginn. 

Lestu meira...

myllan_logo.pngFélagar okkar hjá Tertugallerí hafa kynnt til leiks enn eina nýjungina, ljúffengar tapas snittur! Tertugallerí býður upp á 5 mismunandi tapas snittur sem hitta beint í mark og er auðvitað boðið upp á vegan möguleika.

Lestu meira...

Það styttist í bolludaginn. Nú er hann 12. febrúar. Þá eru ljúffengar rjómabollur ómissandi. Eins og áður bjóðum við hjá Myllunni uppá gott úrval af bragðgóðum bollum á frábæru verði. Gleddu starfsfólk og viðskiptavini með gómsætum bollum á bolludaginn.

Lestu meira...

Við hjá Myllunni óskum þér, og landsmönnum öllum, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin á árinu sem er að líða. 

Lestu meira...

Nú styttist óðum í jólin og því rétt að kynna sér afgreiðslutíma Myllunnar yfir jól og áramót. Hér má finna allar upplýsingar um þá.

Lestu meira...

Það styttist óðum í fyrsta sunnudag aðventunnar og því má með sanni segja að jólin nálgist óðfluga. Í ár ber fyrsta sunnudag í aðventu upp nú á sunnudag, 3. desember og tilvalið að kaupa ljúffenga jólatertu frá Myllunni með kaffinu.

Lestu meira...

Mörgum finnst jólin koma fyrr og fyrr á hverju ári. Reyndar hefur ekkert breyst á dagatalinu en það er rétt að margir komast í jólaskap fyrr á árinu. Við hjá Myllunni erum löngu komin í jólaskap og maulum á ljúffengu jólatertunum okkar við hvert tækifæri.

Við hjá Myllunni erum mikið fyrir hefðir en við fögnum líka fjölbreytileikanum og viljum alltaf bæta við. Þess vegna bökum við þrjár hefðbundnar jólakökur sem allir þekkja. En nú höfum við bætt við fjórðu tertunni.

Í rauðu umbúðunum er hin sígilda brúna jólaterta með smjörkremi og sultu. Í þeim grænu leynist ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og í hvítu umbúðunum er hvít randalína með ljúffengu sveskjumauki Myllunnar. Nýjasta viðbótin í jólatertufjölskyldunni er lungamjúk og ljúffeng hvít jólaterta með rabarbarasultu. Hún er í fallegum og jólalegum bláum umbúðum í næstu verslun við þig. Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!

Það er tilvalið að finna til skemmtilega jólatónlist, hella upp á rjúkandi heitt kaffi eða hella ískaldri mjólk í glas, og fá sér sneið af nýbakaðri og ljúffengri jólatertu frá Myllunni. Þannig kemstu örugglega í ljúft jólaskap. Myllu Jólaterturnar fást í næstu verslun. 

Það styttist í jólin og þeir eru ófáir sem vilja taka mataræðið í gegn áður en byrjað er að borða allar jólasteikurnar. Við hjá Myllunni leggjum mikið upp úr því að bjóða þeim sem það kjósa holl og góð brauð sem henta mataræði hvers og eins. Þeir sem ætla að hafa heilsuna í huga ættu að prófa Lífskorn Myllunnar.

Lestu meira...

skraargat.pngLífskorn er eitt vinsælasta brauðið á markaðnum og skyldi engan undra. Það er ljúffengt og góður trefjagjafi. Myllan er stolt af því að bjóða upp á nýtt Lífskorn úr íslensku byggi og spíruðum rúgi. Þú finnur það í fjólubláum umbúðum í næstu verslun. Nýtt Lífskorn úr íslensku byggi og spíruðum rúgi er trefjaríkt og auðvitað ber það skráargatið.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Mndlustykki-3.pngMöndlukakan frá Myllunni er ein allra vinsælasta kaka landsmanna. Flauelsmjúk kakan hefur verið fastur gestur á kaffiborðum landsmanna og hverfur af þeim jafnharðan, svo vinsæl er hún. En stundum hentar ekki að opna heila köku – til dæmis ef maður er á ferðinni og þá eru góð ráð dýr. En Myllan hefur lausnina!

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Kleina.pngÞað er fátt jafn íslenskt og kleinan. Hún höfðar til allra, ungra og aldinna. Margir eiga minningar um heimasteiktar kleinur en með breyttu lífsmunstri hafa fáir tíma til að steikja kleinur heima við. Þá er tilvalið að kaupa poka af Myllu kleinum í næstu verslun.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_1686_small.jpgÍ önnum dagsins getur verið erfitt að finna tíma til að útbúa gott og saðsamt millimál. Pizzasnúðar frá Myllunni eru tilvalið millimál sem sniðugt er að eiga í skápnum eða í skúffunni í vinnunni. Fullkomin lausn þegar svengdin sækir að.

Lestu meira...

Það er fátt skemmtilegra að hausti til en að fara í góða gönguferð og skoða haustlitina. Það þarf ekki að leggja land undir fót til að skoða litina, gróin hverfi borga og bæja taka á sig allt annan svip á þessum árstíma. Auðvitað má líka fara örlítið út fyrir bæjarmörkin og skoða litina í náttúrunni. Þegar heim er komið er svo tilvalið að hella upp á gott kaffi – eða hella kaldri mjólk í glas – og maula á ljúffengri skúffuköku frá Myllunni.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_lifskorn_rautt.jpgNú eru margir að taka mataræði sitt og hreyfingu fastari tökum. Átök og skyndilausnir eru ekki líkleg til árangurs en þeim mun mikilvægara er að taka auðveld og örugg skref í átt að betri lífsstíl. Óþarfi er að segja skilið við allt sem manni finnst gott og skemmtilegt, betra er að velja hollari kostinn. Þannig er alger óþarfi að segja alfarið skilið við brauðmeti en betra að velja hollan trefjagjafa á borð við Lífskorn.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Brioche.jpgÞó haustið sýni tennurnar betur og betur er engin ástæða til að gefast upp strax. Enn eru eftir ljúfir og fallegir haustdagar og þá er tilvalið að grilla og lengja þannig sumarið örlítið. Ef þú ætlar að grilla hamborgara í haust er engin ástæða til að velkjast í vafa um hvaða hamborgarabrauð skuli velja. Auðvitað velur þú lungamjúku og ljúffengu Brioche hamborgarabrauðin frá Myllunni.

Lestu meira...

Vinir okkar hjá Tertugallerí hafa nú aukið vöruúrval sitt og bjóða upp á gómsætt og gullfallegt smurbrauð að dönskum hætti. Úrvalið er glæsilegt og þú getur valið um bæði heilar og hálfar brauðsneiðar. Að sjálfsögðu er brauðið frá Myllunni.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_frettir_myllan.gifÞví verður sennilega ekki neitað að þó nokkrir góðir sumardagar kunni að vera eftir er haustið óneitanlega farið að sækja að okkur. Mörgum þykir það miður en haustið er líka ákaflega góður tími. Krakkarnir eru byrjaðir í skólanum, sumarfríin að baki og tómstundastarf kemur úr fríi. Það er líka orðið svo notalega dimmt á kvöldin og notalegt að eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu í rökkrinu. Er ekki tilvalið að slá upp svolitlu kvöldkaffi og taka jafnvel í spil?

Lestu meira...

pizzasnar 8 stk.jpgÞað eru sumir sem líta svo á að eftir verslunarmannahelgina sé sumarið nánast liðið. Það er þó sérkennilegt viðhorf einkum hjá þjóð sem býr á jafn norðlægum slóðum og Íslendingar þar sem sumarið er frekar stutt og því um að gera að nýta það út í ystu æsar.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_1023.jpgÍ júlí gerði MMR könnun á því hvert uppáhalds ristaða brauð þjóðarinnar væri. Könnunin leiddi í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vill fá brauðið sitt meðal ristað. Það kemur ekki fram í greininni en við erum nokkuð viss um að Heimilisbrauðið er það brauð sem flestir vilja rista.

Lestu meira...

 

b_225_0_16777215_00_images_3saman_fyrir_vef.jpgÞað er frábært að fara í  lautarferð í sumarfríinu. Lautarferðir eru í raun frábær leið til að brjóta upp daglegt líf og ekki kemur að sök að þær er hægt að skipuleggja með stuttum fyrirvara og þannig er hægt að elta upp besta veðrið. En – nestið er samt sem áður lykillinn að góðri lautarferð (og hlýr fatnaður!) og því förum við yfir nokkrar frábærar uppskriftir að samlokum sem henta vel í lautarferðir.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_665_BeyglurFinar.jpgFlestir vita hvað beyglur eru gómsætar ristaðar með smjöri og osti og jafnvel smá sultu. Sumir eru orðnir hámenntaðir í beyglufræðum og njóta þess að leika sér með allskyns álegg á beygluna sína því þeir vita að beygla er ekki það sama og beygla. Beyglur eru oftast tengdar Póllandi þar sem þær voru mjög vinsælar meðal gyðinga en hægt er að rekja upprunann miklu lengra því sagnir eru um beygluát allt aftur til 17. aldar meðal gyðinga í Austur-Evrópu.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Mndlustykki-3.pngNú er júlí í allri sinni sumardýrð og því eru þær margar íslensku fjölskyldurnar sem hyggja á ferðalög eða útilegu á næstunni enda flestir komnir í sumarfrí. Nesti er stór hluti af undirbúningi hvers sumarfrís og þar leikur bakkelsið frá Myllunni stórt hlutverk.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Brioche.jpgToppaðu grillið í sumar með Brioche hamborgarabrauðunum og Brioche pylsubrauðunum frá Myllunni. Þau eru bökuð eftir aldagamalli evrópskri hefð og eru rík af eggjum og íslensku smjöri sem gerir þau alveg einstök. Hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan og svo framúrskarandi bragðgóð að þú átt ekki eftir að vilja neitt annað. Þú velur gæði á grillið í sumar, þú velur Brioche pylsubrauð og Brioche hamborgarabrauð.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Brioche_pylsubrau_me_mia_copy.pngBragðgóðu Brioche pylsubrauðin eru hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan. Þessir einstöku eiginleikar nást með því að nota ekta íslenskt smjör og egg við baksturinn. Sumum finnst brauðið svo gott eitt og sér að þeir hafa jafnvel notað það sem hálfgildings sætabrauð. Öðrum finnst það ekki síðra sem brauð með áleggi. Hví ekki að prófa það ef svo ólíklega vill til að þú eigir afgangsbrauð eftir pylsuátið.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_1687_small.jpgSecret Solstice hátíðin fer fram í Laugardalnum nú um helgina. Þessi glæsilega hátíð stækkar með ári hverju og þó margir tengi hátíðina helst við ungt fólk getur fólk á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig kemur diskódrottningin Chaka Khan fram en líka Foo Fighters og Big Sean svo einhverjir tónlistarmenn séu nefndir. En hver sem tónlistarsmekkur fólks er er alveg öruggt að það þarf að hafa gott nesti meðferðis. Ostaslaufur eru til dæmis alveg tilvaldar á svona viðburðum.

Lestu meira...


b_225_0_16777215_00_images_Brioche.jpgFátt er betra og ljúffengara en góð samloka. En stundum bregst manni hugmyndaflug og maður notar ætíð sama áleggið. Hér birtum við ljúffenga samloku með öðruvísi laxasalati þar sem Brioche hamborgarabrauðin eru í stjörnuhlutverki. Það er tilvalið að nota afgang af grilluðum laxi í þessa uppskrift.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Mndlustykki-3.pngÞeir eru ófáir sem hyggja á ferðalög um helgina, enda fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Einhverjir leggjast í tjöld, fara í fellihýsi, tjaldvagna eða hjólhýsi. Aðrir fara í sumarbústað og ófáir láta sér langa bíltúra nægja. En hvert sem leiðin liggur er gott nesti mikilvægt. Við hjá Myllunni mælum með Möndlustykkjum – þessi ljúffenga góða Möndlukaka í akkúrat réttri stærð fyrir einn.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_iceland49.jpgNú er fyrsta alvöru ferðahelgi ársins framundan, hvítasunnuhelgin, og víst er að margir hyggja á að gera eitthvað skemmtilegt. Við hjá Myllunni breytum afgreiðslufresti okkar þessa helgina og bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér breytingarnar vel. Þær má finna með því að opna þessa frétt. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_pizzastykki_poki.gifNámshestar á efri skólastigum eru nú komnir á fulla ferð í náminu og þurfa að halda sig vel að verki til að prófalesturinn í vor verði ekki of erfiður. Námsmenn þurfa að borða eins og aðrir og vita að það er fljótlegt að grípa með sér poka af ostaslaufum frá Myllunni til að narta í yfir námsbókunum.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_gluten-free-flour.jpgMikið hefur verið rætt og ritað um glútenlaust mataræði undanfarin misseri og oft hafa stór orð verið látin falla um skaðleg áhrif glútens. RÚV fjallar um glútenlaust mataræði á vefnum og segir að glútenlaust mataræði auki hættu á offitu.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Brioche.jpgNú er grilltímabilið sannarlega hafið og fátt er skemmtilegra að grilla en hamborgara. En hamborgari verður ekki alvöru hamborgari nema með gómsætu hamborgarabrauði. Þeir sem láta sér annt um matseldina velja Brioche hamborgara brauð frá Myllunni. Þau byggja á aldagamalli hefð og er með djúpar rætur í evrópskri matarmenningu. Þau byggja á um 600 ára gamalli franskri hefð í bakstri og eru dúnmjúk og yndisleg. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_1686_small.jpgPizzasnúðar fráMyllunnihafa löngum notiðmikilla vinsældaendaeru þeir ómótstæðilega ljúffengir. Þráttfyrir það bætamargir pepperoniogskinku á snúðana áður en þeim er stungið íofninn.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Kleina.pngDagur bókarinn er haldinn hátíðlegur um víða veröld þann 23. apríl. Það vill svo skemmtilega til að sá dagur er einmitt fæðingardagur nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Það er tilvalið að taka þennan dag frá og fagna honum með því að lesa. Hvað er annars langt síðan þú tókst þér heilan dag í að lesa? Er ekki kominn tími til?

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_1267061_easter_chicken_baskets.jpgVið hjá Myllunni óskum þér og þínum gleðilegra páska í faðmi þeirra sem þér þykir vænt um. Vonandi hefur páskasteikin runnið ljúflega niður og frídagarnir verið nýttir í það sem þú vildir allra helst.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_pskaliljur.jpgNú styttist óðum í páskana og því rétt að kynna sér afgreiðslutíma Myllunnar yfir hátíðirnar. Hér má finna allar upplýsingar um þá.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_samloka.jpegÞað er fátt betra í hádeginu en góð samloka. Vandinn er bara sá að oft festist maður í sömu hugmyndunum. Við hjá Myllunni lumum á ljúffengum hugmyndum sem við viljum gjarna deila með þér. Hljómar ekki samloka með lárperu, eggjasalati og vætukarsa vel?

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Heimilisbrau_20_ara_770_gr_2016_litil.jpgNú er fermingatímabilið hafið og undirbúningur veislunnar í hámarki. Margir kjósa að halda kaffisamsæti til að fagna áfanganum. Við mælum með veitingunum frá Tertugallerí. Eitt er þó ekki hægt að fá hjá vinum okkur þar og það eru heitir réttir sem eru ómissandi í hverja góða veislu. Hér veitum við uppskrift að ljúffengum einföldum heitum rétti sem slær í gegn.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_pizzastykki_poki.gifEitt sinn var það svo að fólk fór aðeins í sumarbústaði á sumrin. Nú er það svo að sumarbústaðir eru flestir kallaðir orlofshús og þau eru í stanslausri notkun allt árið. Það er góð þróun því landið okkar býður upp á nýjar upplifanir árið um kring. Flestir vilja gera vel við sig í mat og drykk þegar farið er í slíkt ferðalag. Pizzastykki frá Myllunni eru frábær í nestið!

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Kleinur.jpgÁ vorin er sólin beint yfir miðbaug jarðar og dagur því um heim allan jafn langur nóttinni. Birtan mun svo halda áfram að vinna á og dagurinn lengist áfram um 6-7 mínútur á hverjum degi fram að sumarsólstöðum þegar daginn tekur að stytta á ný.  Í ár ber vorjafndægur upp á 19. mars. Tilvalið er að fagna því með ljúffengri köku frá Myllunni að dagurinn er að verða lengri en nóttin.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Tertugalleri_fermingarbok_nafn_B_1000x1000_16022017.jpgÞað styttist í fermingarnar og skipulagning er líklega langt komin hjá flestum. Það er í mörg horn að líta og tilvalið að nýta sér þjónustu fagmanna þar sem það er hægt til að auðvelda sér lífið. Vinir okkar hjá Tertugallerí hafa gefið út glæsilegan bækling með ljúffengum veitingum í veisluna á einkar hagstæðu verði.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_frettir_smorrebr.gifDanskt smurbrauð hefur gengið í endurnýjaða lífdaga eftir að upp hafa sprottið fleiri og fleiri staðir sem bjóða upp á þennan ljúffenga rétt. Reyndar væri nú að réttara að segja rétti því útfærslurnar eru óteljandi og stjórnast aðeins af hugmyndafluginu. Undirstaðan er samt alltaf ljúffengt brauð og þá þarf ekki að leita lengra en í frábært vöruúrval Myllunnar.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_3saman_fyrir_vef.jpgMeistaramánuður er nú í fullum gangi og margir hafa sett sér spennandi og skemmtileg markmið. Hvort sem markmiðið er að byrja að flokka rusl, spara, sinna fjölskyldunni betur eða fara í heilsuræktina er það von okkar að allt gangi þetta sem allra best. Þeir sem hafa það að markmiði að sinna heilsunni ættu að kynna sér Lífskorn frá Myllunni

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_FF2016_lodrett_inv.pngVið hjá Myllunni/ÍSAM erum stolt af því að vera á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2016 í fyrsta sinn. Um 35 þúsund fyrirtæki eru skráð á Íslandi. Af þeim uppfylla aðeins 624 strangar kröfur sem Creditinfo setur fyrir því að fá að teljast til framúrskarandi fyrirtækja.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Mndlustykki-3.pngÞað er ekki ofsögum sagt að Möndlukakan frá Myllunni hefur verið ein allra vinsælasta kaka landsmanna. Hún hefur verið mest selda kaka Myllunnar frá upphafi. Allir þekkja hana og vita að hún er best með kaffi eða ískaldri mjólk. Í fyrra settum við hjá Myllunni á  markað lungamjúk Möndlustykki sem einnig hafa notið gríðarlegra vinsælda.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Seytt_Rugbrau.pngNú þegar þorrinn gengur í garð eru margir sem hyggjast gera vel við sig í mat og drykk og borða ljúffengan þorramat. Við hjá Myllunni vitum að enginn þorramatur stendur undir nafni nema gott rúgbrauð fylgi honum. Þar komum við til bjargar með frábærum tegundum rúgbrauðs.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_3saman_fyrir_vef.jpgÞeir sem ætla að taka heilsuræktina með trukki nú í janúar vita að það dugir ekki að stunda líkamsrækt eina og sér. Það verður líka að taka mataræðið taki – sumir segja að það skipti jafnvel enn meira máli. Þá er gott að vita til þess að Myllan býður upp á ljúffeng brauð, Lífskorn sem eru unnin úr heilkorni með fræjum og eru því fræsafn þitt og heilsurækt.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_3saman_fyrir_vef.jpgÁ nýju ári er tilvalið að huga að heilsunni og setja sér markmið fyrir árið. Lífskorn frá Myllunni færir þér hollustu og orku fyrir heilsuræktina.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_1129788_fireworks.jpgViðburðaríku ári er að ljúka og nýtt ár hefst senn. Við hjá Myllunni þökkum árið sem er að líða og lítum björtum augum til þess sem nú er að hefjast.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_1322945_stars_christmas_tree_2.jpgVið hjá Myllunni óskum þér, og landsmönnum öllum, til sjávar og sveita gleðilegra jóla og þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin á árinu sem er að líða. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_2112.jpgÁ jólunum er gaman að bjóða upp á kaffiveitingar handa vinum og ættingjum. En tíminn er stundum af skornum skammti og erfitt getur reynst að komast yfir allt það sem til stendur að gera. Þeir úrræðagóðu nýta sér öll tiltæk bjargráð til að auðvelda sér lífið. Eitt þessara bjargráða eru tilbúnir tertubotnar frá Myllunni.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_jlaklukka.JPGNú styttist óðum í jólin og því rétt að kynna sér afgreiðslutíma Myllunnar yfir jól og áramót. Hér má finna allar upplýsingar um þá. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_myllan_jolatertur.jpgFyrsti sunnudagur í aðventu er nú á sunnudaginn og þá eru allir löglega afsakaðir fyrir að komast í jólaskap. Við hjá Myllunni erum reyndar löngu komin í jólaskap og maulum á ljúffengu jólatertunum okkar við hvert tækifæri.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_3saman_fyrir_vef.jpgÞað eru aðeins nokkrir dagar í fyrsta sunnudag í aðventu og því aðeins um mánuður fram að jólum. Það er hefð fyrir því að gera vel við sig í mat og drykk um aðventuna og borða vel um jólin. Aukakílóin eru fljót að koma og orkan að hverfa. Nú er tíminn til að laga mataræðið og koma sér í form fyrir jólin. Það gerir þú með góðu brauði á borð við Lífskorn.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_myllan_jolatertur.jpgVerslanamiðstöðvar og -götur eru byrjaðar að færast í jólabúning og jólavörurnar streyma í verslanir. Heyrst hefur af fólki sem farið er að stelast í að hlusta á jólalög enda styttist óðfluga í fyrsta sunnudag í aðventu sem er 27. nóvember í ár. Við hjá Myllunni erum líka að komast í jólaskap og höfum sent fyrstu skammtana af jólatertunum sívinsælu í verslanir.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Lfskorn_poki.gifMyllan er stoltur styrktaraðili árvekniátaksins Bleika slaufan sem nú stendur sem hæst. Af því tilefni höfum við sett á markað Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum í sérstökum bleikum umbúðum. Við látum 20% af söluverði þessara sérstöku Lífskornabolla renna til átaksins. Nú stendur átakið sem hæst og við hvetjum alla til að launa gott með góðu og kaupa Lífskornabollurnar í næstu verslun.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_pizzastykki_poki.gifPizzastykki er ný vara frá Myllunni - gott nesti til að grípa í yfir daginn eða til að maula á milli mála. Þú færð fjögur gómsæt pizzastykki í hentugum poka í næstu verslun.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Lfskorn_poki.gifVið hjá Myllunni erum stolt af því að vera styrktaraðili Bleiku slaufunnar. Af því tilefni höfum við klætt Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum í sérstakan bleikan búning. Með því viljum við vekja athygli á átakinu og stuðla að því að það sé sem sýnilegast. Því til viðbótar renna 20% af söluverði Lífskornabollanna til átaksins. Þannig getur þú lagt þitt af mörkum með okkur.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Lfskorn_poki.gifOktóber er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni verða Lífskornabollur Myllunnar með tröllahöfrum og chia-fræjum settar í bleikan búning. Varan er sú sama, verðið er óbreytt en 20% af söluverðinu rennur til átaksins Bleiku slaufunnar.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_1686_small.jpgPizzasnúðarnir frá Myllunni eru löngu orðnir klassískt snarl hjá uppteknum námsmönnum. Þeir henta sérstakllega vel við lærdóminn, fljótlegt og gott að maula á tilbúnum snúðunum beint úr pokanum. Námsmenn kjósa að grípa í pizzasnúðana frá Myllunni þegar hungrið sverfur að með litlum fyrirvara. Aðrir sjá möguleikana á að nota þá sem hráefni í einhverju enn meira spennandi í skammdeginu og bæta áleggi ofaná áður en pizzasnúðurinn eru hitaður í örbylgjunni eða ofni í mötuneytinu. Taktu myndir af þínu uppáhalds áleggi á pizzasnúðunum og jafnvel sósu með og deildu með okkur.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_2035_Sjonvarpskaka.jpgStaðreyndirnar verða ekki umflúnar lengur. Haustlægðirnar sem búnar eru að raða sér í einfalda röð, tilbúnar að berja á landinu, færa okkur þau skilaboð að nú sé haustið komið í öllu sínu veldi. En ekki skyldi óttast alltaf styttir upp og vorið kemur aftur – þó biðin gæti stundum virst löng. Að mörgu er hyggja á haustin og eitt af því eru haustverkin í garðinum.

Lestu meira...

pylsubraud.jpgEr eitthvað íslenskara en ein með öllu? Ljúffeng pylsan og allar sósurnar og laukurinn spila einhvernvegin svo fullkomlega saman. Flestir eru þó sammála um að ein með öllu væri ekki svipur hjá sjón ef ekki væri pylsubrauðið – þetta ljúffenga brauð sem er engu öðru líkt. Flestir eru líka sammála um að ekkert brauð kemst með tærnar þar sem Myllu Pylsubrauðin hafa hælana. Hvort sem það eru klassísku pylsubrauðin eða gómsætu Brioche brauðin sem eru hálfstökk að utan en djúnmúk að innan. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_2025_Mondlukaka_1.jpgÞað er óhætt að segja að engin kaka hefur notið viðlíka vinsælda og Möndlukaka frá Myllunni. Hún er líka alveg sérstaklega bragðgóð, stærðin er fullkomin og svo er hún líka tengd svo ótal mörgum minningum. Ekki skemmir verðið sem er sérlega hagstætt.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Kleina.pngVið hjá Myllunni erum ekki alveg tilbúin að segja skilið við sumarið. Enda ekki ástæða til þegar veðrið er enn svo frábært eins og raun ber vitni. Helgar eru tilvaldar til bústaðaferða og berjatínslu og ekki er leiðinlegt að skella sér í bílferð á eina af þessum frábæru bæjarhátíðum sem enn eru í fullum gangi. Hvað sem við kjósum að gera er alltaf gott að taka með sér nesti svo ekki þurfi að standa í löngum röðum í verslunum og söluturnum á leiðinni. Prófaðu að hafa poka af gómsætum Myllu Kleinum með bílnum og sjáðu hvað ferðin sækist vel.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_lifskorn_graent_500px.jpgÞessi fyrirsögn birtist á vef Morgunblaðsins í vikunni. Í fréttinni er sagt frá tveimur nýjum rannsóknum sem birst hafa nýlega. Landlæknisembættið vann frétt um málið og birti á vef sínum. Fréttirnar hafa vakið mikla athygli og sýna að neysla heilkorna hefur áhrif á langlífi manna.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_lifskorn_orange.pngNú styttist óðum í að grunnskólar hefjist að nýju. Eflaust eru margir farnir að bíða með óþreyju eftir því að lífið fari í hefðbundnar skorður og hversdagsleikinn taki við. Skólalóðir fyllast af lífi á ný og krakkarnir hitta aftur góða vini eftir sumarfríið.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_2036_SkuffukakaKaramLakkr.jpgÞað eru margir þeirrar skoðunar að eftir verslunarmannahelgina sé sumarið því sem næst á enda. Því er erfitt að trúa nú þegar veðrið leikur við hvern sinn fingur og enn er þessi yndislegi sumarfiðringur í loftinu. Því er þó ekki að neita að nú eru margir búnir í sumarfríi og flestir vinnustaðir að ná sínum fyrri afköstum og venjum eftir sumarfrí starfsmanna. Þá getur verið gott að ná mjúkri lendingu og hafa til dæmis eitthvað gott með kaffinu þessa fyrstu daga. Myllan býður upp á geysi gott úrval af kaffimeðlæti.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_klbbsamloka.jpgEinhver vinsælasta samloka í heiminum í dag er án efa klúbbsamloka. Þessi matarmikla tveggja hæða samloka er fullkomin máltíð fyrir einn. Ákaflega margir panta sér alltaf þessa samloku á kaffihúsum og veitingastöðum en óar við að búa hana til heima við. En þá kemur Myllan til aðstoðar – hér birtum við uppskrift BBC Good Food að gómsætri klúbbsamloku.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_2112.jpgÞað er gaman að bjóða upp á tertur þegar gesti ber að garði. Í dag getur verið erfitt að finna tíma til að bjóða upp á nýbakaðar tertur en það er samt gaman að geta boðið upp á tertu sem maður hefur átt þátt í að gera. Þá eru tertubotnarnir frá Myllunni frábær lausn. Með þeim sleppur þú við tímann sem tekur að baka botnanna en gerir samt kremið og fyllinguna. Botnarnir eru gómsætir og bragðast eins og heimagerðir. Djöflatertubotna færð þú í næstu verslun og getur því boðið upp á ljúffenga djöflatertu næst þegar gesti ber að garði.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Brioche.jpgToppaðu grillið í sumar með Brioche hamborgarabrauðunum og Brioche pylsubrauðunum frá Myllunni. Þau eru bökuð eftir aldagamalli evrópskri hefð og eru rík af eggjum og íslensku smjöri sem gerir þau alveg einstök. Hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan og svo framúrskarandi bragðgóð að þú átt ekki eftir að vilja neitt annað. Þú velur gæði á grillið í sumar, þú velur Brioche pylsubrauð og Brioche hamborgarabrauð.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_iceland49.jpgVinsamlega athugið að móttaka pantana verður lokuð föstudaginn 17. júní en afgreiðsla á vörum verður hefðbundin þennan dag. Pantanir fyrir 17.-20. júní verða að berast Myllunni í síðasta lagi fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 16. júní. Vinsamlega hafið samband tímanlega í síma 510-2300 eða sendið tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. vegna allra breytinga.

Þeir sem eru með fastar pantanir á föstudögum verða að afpanta sérstaklega ef þeir vilja ekki fá afgreiddar vörur þann 17. júní.

Athugið að þetta á aðeins við aum afgreiðslutíma Myllunnar. Þeir sem nýta sér aðra flutningsaðila eru vinsamlega beðnir að kynna sér afgreiðslutíma þeirra þann 17. júní. 

b_225_0_16777215_00_images_1686_small.jpgEM í fótbolta er nú í fullum gangi og mörgum finnst spennann óbærileg. Margir leikir eru á dag og ólíklegasta fólk situr límt yfir sjónvarpinu og fylgist með glæsilegum mörkum, stjörnutilþrifum og jafnvel leikrænum tilburðum. Flestir kannast við að vilja fá eitthvað gott að maula á meðan á leik stendur, án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því - enda gæti maður misst af einhverju alveg ólýsanlegu rétt á meðan. Þá kemur vöruúrval Myllunnar til sögunnar. Hvernig væri til dæmis að fá sér Pizzasnúð með næsta leik?

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Brioche_pylsubrau_me_mia_copy.pngÖrstutt er síðan Myllan setti Brioche pylsubrauðin á markað en viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Brauðin hafa hreinlega verið rifin út úr verslunum og þau hafa hlotið einróma lof þeirra sem hafa bragðað. Það kom okkur reyndar ekki á óvart því við vorum sannfærð um að Brioche pylsubrauðin, sem eru bökuð að evrópskri hefð og eru rík af bæði smjöri og eggjum, myndu verða íslenskum bragðgæðingum að skapi. 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_cw160117_sam_myllan_brioche_pylsubrau_dagblaugl_255x380_END.jpgFyrir stuttu setti Myllan Brioche hamborgarabrauð á markað. Viðtökurnar hafa verið frábærar enda höfðu margir beðið eftir hamborgarabrauðum sem bökuð væru að evrópskri hefð. Nú bætir Myllan Brioche pylsubrauði við vöruúrvalið og þá er aldeilis von á góðu. Brioche pylsubrauðin eru, líkt og hamborgarabrauðin, bökuð úr íslensku smjöri og eggjum að evrópskri hefð. Við getum óhikað mælt með Brioche pylsubrauðunum sem eru hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan.

Lestu meira...

Afgreiðsla á vörum frá Myllunni um hvítasunnuna verður sem hér segir:

Hér fyrir neðan er eingöngu verið að tala um afgreiðslutíma Myllunnar. Þeir sem nýta sér aðra flutningsaðila eru beðnir um að kynna sér afgreiðslutíma þeirra yfir Hvítasunnuna.

Laugardagur 14. maí OPIÐ
Hvítasunnudagur 15. maí LOKAÐ
Annar í Hvítasunnu 16. maí OPIÐ

 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Heimilisbrau_770g_2016-1-litil.jpgEinn þeirra stóru viðburða sem enn sameina þjóðina er Eurovision. Hvort sem við erum eldheitir aðdáendur eða höfum bara gaman af þessu eitt kvöld á ári er víst að við viljum gjarna gera okkur dagamun þegar kemur að þessari stórskemmtilegu keppni. Er þá ekki tilvalið að finna til heimilisbrauð og setja það í sparifötin? Hér er frábær uppskrift að brauðrétti sem á ekki eftir að slá feilnótu í þinni Eurovision teiti.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_hriskaka.jpgÁ sunnudag rennur upp einn notalegasti dagur ársins, sjálfur mæðradagurinn. Þá frekar en aðra daga er við hæfi að synir og dætur á öllum aldri geri vel við móður sína. Mamma verður alltaf glöð þegar henni er boðið í kaffi, er ekki tilvalið að taka upp símann og bjóða mömmu í kaffi?

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Heimilisbrau_20_ara.jpgAllt frá því Heimilisbrauð kom á markað árið 1996 hefur það verið í eftirlæti á íslenskum heimilum. Það á sér fastan sess á matarborði landsmanna og í hugum flestra kemur ekkert annað brauð til greina þegar rista á brauð eða smyrja samloku. Hver getur til dæmis hugsað sér graflax nema hann hvíli fallega á gylltu, ristuðu Heimilisbrauði? Samlokur fara á hærra stig þegar notað er lungamjúkt Heimilisbrauð.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_665_BeyglurFinar.jpgFlestir vita hvað beyglur eru gómsætar ristaðar með smjöri og osti og jafnvel smá sultu. Sumir eru orðnir hámenntaðir í beyglufræðum og njóta þess að leika sér með allskyns álegg á beygluna sína því þeir vita að beygla er ekki það sama og beygla. Beyglur eru oftast tengdar Póllandi þar sem þær voru mjög vinsælar meðal gyðinga en hægt er að rekja upprunann miklu lengra því sagnir eru um beygluát allt aftur til 17. aldar meðal gyðinga í Austur-Evrópu.

 

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_Kleinur.jpgÞað er vor í lofti, þessi óneitanlega ferski ilmur sem tekur á móti manni að morgni færir okkur sönnur þess að moldin er að lifna við eftir dvala veturs. Svartþrastarsöngurinn vekur marga í grónari hverfum fyrr en þeir kannski vildu og heimilisdýrin eru sprækari en alla jafna.  Kannski erum við líka orðin sprækari og farin að langa að taka til hendinni í garðinum. Eftir vel unnið verk er svo gott að setjast við eldhúsgluggann með ilmandi kaffi og Myllu kleinur og líta yfir vel unnið verk. 

Lestu meira...

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'http://www.myllan.is/cache/multithumb_thumbs/b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_1023.jpg'
There was a problem loading image 'http://www.myllan.is/cache/multithumb_thumbs/b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_1023.jpg'

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_1023.jpgNú eru páskarnir að baki. Eflaust eru margir sem hafa gera vel við sig í mat og drykk milli þess sem þeir stunduðum útiveru, áttu góðar stundir með fjölskyldunni og úðuðu í sig páskaeggi. Margir borða lambakjöt um páskana og eflaust eiga einhverjir afganga sem þeir geta nartað í á næstunni. Það er alltaf gott að eiga eiga afgang af lambakjöti í dásamlega lambakjötssamloku.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_Lfsbolla-2.pngPáskarnir eru tími samveru með fjölskyldu og vinum. Þeir eru líka tíminn sem fólk gerir vel við sig í mat og drykk, og nartar jafnvel í eins og eitt páskaegg. Þó það sé gott að borða steikur og súkkulaði er mikilvægt að velja hollustu inn á milli. Myllan mælir með glænýjum Lífskornabollum með tröllahöfrum og chia-fræjum.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_cw160045_isam_myllan_heimilisbrau_20ara30meira_auglbla5x38_END.jpgVið fögnum 20 ára afmæli Heimilisbrauðsins með því að bjóða þér 30% meira af Heimilisbrauði.

Heimilisbrauðið kom á markað árið 1996 og hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess á matarborðum landsmanna. Það skiptir litlu hvort uppáhaldið er ristað brauð, óristað, samlokur, eða einhver hinna óteljandi brauðrétta sem Heimilisbrauðið hentar líka vel í, þá er Heimilisbrauðið hollur og góður kostur. 

Við fögnum reglulega þessum tímamótum í ár. Það sést líka á umbúðum brauðsins sem eru í sérstakri afmælisútgáfu út árið. Fram á sunnudag fæst 30% meira af Heimilisbrauði í næstu verslun á sama verði og áður. Það eru heilar sex auka brauðsneiðar og munar um minna. Með öðrum orðum fæst núna heilt kíló af Heimilisbrauði á sama verði og 770 grömm kosta.

Það er því um að gera að kíkja við í næstu verslun og grípa tækifærið og fá meira af Heimilisbrauði.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'http://www.myllan.is/cache/multithumb_thumbs/b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_5730_RullutertaBrun.jpg'
There was a problem loading image 'http://www.myllan.is/cache/multithumb_thumbs/b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_5730_RullutertaBrun.jpg'

b_225_0_16777215_00_images_stories_vorur_5730_RullutertaBrun.jpgMargir eiga góðar minningar sem tengjast klassískri brúnni rúllutertu með hvítu kremi. Þessi terta hefur verið á veisluborðum Íslendinga áratugum saman, hvort sem tilefnið var stórt eða smátt.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_images_stories_1687_small.jpgNámshestar á efri skólastigum eru nú komnir á fulla ferð í náminu og þurfa að halda sig vel að verki til að prófalesturinn í vor verði ekki of erfiður. Námsmenn þurfa að borða eins og aðrir og vita að það er fljótlegt að grípa með sér poka af ostaslaufum frá Myllunni til að narta í yfir námsbókunum.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_http___www.myllan.is_images_lifskorn_orange.pngÞað er ekkert leyndarmál að við hjá Myllunni elskum brauð. Eins og aðrir vitum við að það er best að borða trefjaríkt brauð, þó auðvitað sé gott að leyfa sér eitthvað annað inn á milli. Undanfarin ár hafa margir talað illa um brauð, og þeim sem vilja létta sig bent á að sleppa brauði, og jafnvel kolvetni yfir höfuð. Nú eru teikn á lofti um að brauðið sé að fá upreist æru.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_http___www.myllan.is_images_stories_vorur_1023.jpgÞað er gott að leyfa sér að gera vel við sig af og til og elda morgunverð sem slær í gegn hjá allri fjölskyldunni. Heimilisbrauð Myllunnar hentar sérstaklega vel til að búa til gómsætt franskt eggjabrauð.

Lestu meira...

b_225_0_16777215_00_http___www.myllan.is_images_stories_kleina.jpgÍslendingar hafa lengi borðað kleinur með kaffinu. Kleinur eru raunar með þjóðlegra kaffibrauði sem boðið er upp á, þó þær séu auðvitað ekki íslenskar að uppruna frekar en svo margt annað sem við Íslendingar höfum fengið lánað.

Lestu meira...

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.