logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

b_225_0_16777215_00_images_stories_cw110230_isam_myllan_lifskorn_luxusbraudbollur_destkif_10102011_end.jpgEins og unnendur Lífskorns Myllunnar vita kom það á  markað síðastliðinn vetur. Um er að ræða vöru sem setti algjörlega ný viðmið í íslensku heilsufæði þar sem brauðið inniheldur hátt hlutfall heilkorns og því trefjaríkt auk þess að innihalda fjölda mikilvægra næringarefna eins og steinefni og B og E vítamín.

Í síðasta mánuði komu svo Lífskorn heilkornabollur á markað sem innihalda hátt hlutfall heilkorns og eru því trefjaríkar. Þær eru nýjasta vara fyrirtækisins sem framleidd er út frá heilsustefnu Myllunnar.

Lestu meira...

Heilhveiti er trefjarík fæða Mikil vakning hefur átt sér stað undanfarið um nauðsyn trefja fyrir heilsu mannsins. Hver næringarfræðingurinn á fætur öðrum hefur stigið fram og undirstrikað mikilvægi þeirra og hvatt til vitundarvakningar um nauðsyn trefja í fæðunni. Náttúrulækningamenn hafa haldið þessum sjónarmiðum á lofti áratugum saman og barist fyrir því að fá viðurkenningu læknavísindanna á nauðsyn trefja.

 

Lestu meira...

Prófaðu heilsusamlegt Minna mál Ágústu Johnson.Kolvetni eru okkur nauðsynleg. Það má segja að undanfarin ár hafi verið rekin herferð gegn kolvetnum innan vissra hópa og það hefur komist í tísku, ef þannig má að orði komast, að sleppa kolvetnum ef ætlunin er að grennast.

Slíkir kolvetnalausir kúrar falla þó í flokk skyndilausna þegar kemur að því að grennast og gera einungis tímabundið gagn. Eins og margoft hefur verið talað um þá eru kolvetni líkamanum nauðsynleg og það eina sem þarf að gæta að varðandi kolvetnin þegar fylgja á hollu línunni er að velja réttu kolvetnin.

Lestu meira...

HeilkornSamkvæmt Lýðheilsustöð má finna fjölda nauðsynlegra næringarefni í heilkorni, svo sem vítamín og steinefni. Vörur úr heilu korni eins og rúgbrauð eða annað gróft brauð með heilkorni í eru því mikilvæg fyrir heilsuna.

Heilkorn samanstendur af klíði, fræhvítu og kími og  þar má finna trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín og fenóla.

Samkvæmt Lýðheilsustöð hafa rannsóknir sýnt að heilkornavörur draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af gerð 2 og sumum tegundum krabbameina.

Lestu meira...

Veljið réttu kolvetninVeljið góð kolvetni en sleppið þeim alls ekki. Þessi skilaboð berast frá flestum þeim sem láta sig heilsusamlegt líferni varða. Eftir bylgju hollráða fyrir nokkrum árum um að kolvetni væru óholl og fitandi er sá misskilningur ansi lífseigur.
Kolvetni eru nefnilega ekki bara kolvetni. Það þarf að kunna að velja þau réttu. Það eru til einföld kolvetni og flókin og það eru þau einföldu sem fólk ætti að varast. Flókin kolvetni eins og þau sem finnast til að mynda í grófu brauði eru afar holl og hjálpa til við að jafna blóðsykur og koma þannig í veg fyrir að grípa þurfi í óhollustuna.

 

Lestu meira...

Trefjaríkara fæði og gróft brauð er góðri heilsu nauðsyn.Í morgunútvarpi Rásar tvö í 14. september var farið yfir kolvetnisumræðuna og Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi réð hlustendum heilt.

Ýmsir megrunarkúrar tröllríða samfélaginu og fólk segist jafnvel ekki borða brauð til að forðast kolvetni. Borghildur segir að þarna þurfi að skoða allavega tvennt, megrun eða meltingu. Fínunnið kolvetni dregur úr álagi á meltinguna en það þarf að skoða hvað er borðað í staðinn ef ætlunin er að tapa þyngd með því að sneiða frá orkuríku fínu kolvetni. Einstaklingur sem ætlar að taka heilsufar sitt í gegn þurfi að velja meira grænmeti og trefjaríkara fæði, ekki eingöngu fjarlægja kolvetni. Fólk ætti því að stefna á að borða grófara kolvetni og trefjaríkara að sögn Borghildar. Betra er að velja grófara kolvetni og gróf brauð er ein besta uppspretta þess sem í boði er hér á landi. Borghildur nefnir einnig að börn séu í vanda ef þau borða ekki brauð en Lýðheilsustöð hefur einnig bent á þann vanda þar sem íslensk börn neyta minni trefja en börn í nágrannalöndunum.

Lestu meira...

frettir_trefjarikt250Desember er runninn upp í öllu sínu veldi. Yndislegur tími sem gengur út á eftirvæntingu, gleði og samveru. Fjölskyldur hittast og baka, fyrirtæki bjóða starfsfólki upp á eitthvað gott með kaffinu og öll jólahlaðborðin svigna undan kræsingunum sem njóta á saman.

Þessi tími er gefandi en það verður að viðurkennast að hollustan vill stundum gleymast þegar sífellt er verið að neyta og njóta. Allt er best í hófi heyrðist einhvern tíma sagt og það á sérstaklega við í desembermánuði. Það er um að gera að baka smákökur og njóta þeirra saman, og gera vel við sig í mat og drykk, svo lengi sem einnig er gætt að hollustunni.

Lestu meira...

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.