logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

cw170102_isam_myllan_lifskorn_4saman_HD_20171020.jpgHægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af Lífskornabrauðum frá Myllunni. Lífskornabrauðið í rauðu umbúðunum er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salt en brauðið er fullt af næringarríkum trefjum.

Lífskornabrauðið í grænu umbúðunum inniheldur sólblómafræ og hörfræ en Lífskornabrauðið í appelsínugulu umbúðunum er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Lífskornabrauðið í fjólubláu umbúðunum er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri og spríruðu rúgi. 

Nýjasta viðbótin í Lífskornafjölskyldunna kom fyrr á árinu en þá kynntum við til leiks Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur brauðið sjö tegundir af fræjum og kornum, þá hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum er að sjálfsögðu vegan og inniheldur brauðið ekkert ger eða hvítt hveiti.    

Gerðu vel við þig og gríptu þitt uppáhalds Lífskornabrauð næst þegar þú ferð í verslun. 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.