logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Sögu eggjabrauðs má rekja allt til miðalda og er það oft kallað ,,pain doré‘‘ eða gullbrauð. Eggjabrauð eru mjög vinsæl og er það afar mismunandi milli landa hvernig eggjabrauðið er matreitt. Í Portúgal og Brasilíu er djúpsteikt eggjabrauð með kanilsykri borðað á jólunum annað hvort sem ljúffengur morgunmatur eða dásamlegur eftirréttur. Það er því ekki eftir neinu að bíða en að gera vel við sig við fyrsta tækifæri og fá sér gullbrauð hvort sem það sé í morgunmat eða eftirrétt.

 

Uppskrift fyrir fjóra

Til eru fjölmargar aðferðir til hvernig hægt er að matreiða eggjabrauð. Í grunninn inniheldur hið gómsæta eggjabrauð einungis nokkur hráefni þ.e.a.s. egg, mjólk, kanil og brauð. Við hjá Myllunni bjóðum uppá fjöldan allan af samlokubrauðum sem eru fullkomin í það verk. 

1 egg

½ tsk kanil 

¼ bolli mjólk 

4 sneiðar af brauði, t.d Heimilisbrauð, hveiti- eða fjölkorna samlokubrauð  Myllunnar.

Þú byrjar á að hræra vel saman saman eggjum, mjólk og kanil á grunnum diski, síðan setur þú brauðið ofan í svo að brauðið dragi í sig blönduna. Mikilvægt er að snúa brauðinu við svo það sé þakið í blöndunni báðu megin. Það eina sem á eftir að gera núna er að steikja brauðið á pönnu uppúr smjöri á miðlungshita þar til eggjabrauðið verður gullinbrúnt. Brauðið á að vera stökkt að utan en mjúkt að innan.

Þar sem grunnuppskriftin er auðveld og fljótleg er kjörið að bæta við hráefnum að eigin vali til þess að gera eggjabrauðið enn betra. Mjög gott er að krydda eggjablönduna með salti, pipar, múskati, vanilludropum, hunangi eða því sem hugurinn girnist. Hægt er að borða eggjabrauðið eitt og sér en við mælum með að bæta við ferskum ávöxtum, sýrópi, kanilsykri eða jafnvel ögn af flórsykri. 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.