logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Mörgum finnst jólin koma fyrr og fyrr á hverju ári. Reyndar hefur ekkert breyst á dagatalinu en það er rétt að margir komast í jólaskap fyrr á árinu. Við hjá Myllunni erum löngu komin í jólaskap og maulum á ljúffengu jólatertunum okkar við hvert tækifæri.

Við hjá Myllunni erum mikið fyrir hefðir en við fögnum líka fjölbreytileikanum og viljum alltaf bæta við. Þess vegna bökum við þrjár hefðbundnar jólakökur sem allir þekkja. En nú höfum við bætt við fjórðu tertunni.

Í rauðu umbúðunum er hin sígilda brúna jólaterta með smjörkremi og sultu. Í þeim grænu leynist ljúffeng brún jólaterta með smjörkremi og í hvítu umbúðunum er hvít randalína með ljúffengu sveskjumauki Myllunnar. Nýjasta viðbótin í jólatertufjölskyldunni er lungamjúk og ljúffeng hvít jólaterta með rabarbarasultu. Hún er í fallegum og jólalegum bláum umbúðum í næstu verslun við þig. Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!

Það er tilvalið að finna til skemmtilega jólatónlist, hella upp á rjúkandi heitt kaffi eða hella ískaldri mjólk í glas, og fá sér sneið af nýbakaðri og ljúffengri jólatertu frá Myllunni. Þannig kemstu örugglega í ljúft jólaskap. Myllu Jólaterturnar fást í næstu verslun. 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.