logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Það styttist í jólin og þeir eru ófáir sem vilja taka mataræðið í gegn áður en byrjað er að borða allar jólasteikurnar. Við hjá Myllunni leggjum mikið upp úr því að bjóða þeim sem það kjósa holl og góð brauð sem henta mataræði hvers og eins. Þeir sem ætla að hafa heilsuna í huga ættu að prófa Lífskorn Myllunnar.

 

Þó að markmiðið sé að halda heilsunni í lagi er einhæft mataræði til þess fallið að markmið um bætta heilsu á endist skammt. Myllan býður upp á þrjár tegundir af Lífskorni. Það er gott að prófa allar tegundirnar og kaupa ekki alltaf þá sömu til að hafa tilbreytingu.

Fyrsta Lífskornið kom á markað árið 2011 og er það í rauðum umbúðum. Það er heilkornabrauð með lágu hlutfall fitu, sykurs og salts og fullt af næringarríkum trefjum. Árið 2013 kom svo á markað Lífskorn í grænum umbúðum. Í því eru sólblómafræ og hörfræja. ekki er langt síðan Lífskornið  í appelsínugulu umbúðunum kom á markað. Það er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Nýjasta lífskornabrauðið er nú komið á markað í fjólubláum umbúðum, en það er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri og spíruðum rúgi. 

Embætti landlæknis mælir með því að þú borðir brauð úr heilkornavörum og öðru grófu kornmeti. Heilkornavörur geta því ýmist innihaldið heil og ómöluð korn eða fínmalað korn og eru þá öll næringarefni kornsins (vítamín, steinefni, trefjar, andoxunarefni og sterólar) enn til staðar. 

Veldu Lífskorn

Í samantektinni frá Embætti landlæknis segir að brauð úr grófu kornmeti veiti meiri mettunartilfinningu og fyllingu en annað brauð. Það hjálpi til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka. Það er því vel til fundið að velja brauð úr grófu kornmeti umfram annað ef þú vilt brosa á vigtinni.

Bættu Lífskorni Myllunnar á innkaupalistann og tryggðu að Lífskorn úr grófu kornmeti er til í eldhúsinu þegar þig langar til að búa til heilsusamlega og góða samloku.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.