logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

skraargat.pngLífskorn er eitt vinsælasta brauðið á markaðnum og skyldi engan undra. Það er ljúffengt og góður trefjagjafi. Myllan er stolt af því að bjóða upp á nýtt Lífskorn úr íslensku byggi og spíruðum rúgi. Þú finnur það í fjólubláum umbúðum í næstu verslun. Nýtt Lífskorn úr íslensku byggi og spíruðum rúgi er trefjaríkt og auðvitað ber það skráargatið.

 

Nýtt Lífskorn úr íslensku byggi og spíruðum rúgi er góð hugmynd að vellíðan og hluti af heilsurækt þinni. Bygg inniheldur hið góða betaglúkan. Sýnt hefur verið fram á að betaglúkan minnkar kólesteról  í blóði. Hátt kólesteról er einn áhættuþátta í þróun kransæðasjúkdóma. Nýja Lífskornið úr íslensku byggi og spíruðum rúgi inniheldur 1 g af betaglúkönum í 100 g brauðs. Dagleg neysla á betaglúkani þarf að vera 3 g til að fá fram jákvæð áhrif. 

Lífskorn er trefjagjafi þinn – fræsafn þitt og heilsurækt –  Það hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt  fituhlutfall og inniheldur lítið af salti.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni og undirbýrð þig þannig fyrir  heilsuræktina. Lífskorn færir þér hollustu og orku fyrir heilsuræktina. Safnaðu góðri orku, fáðu þér Lífskorn í dag.  Þú finnur alla Lífskornafjölskylduna í næstu verslun – hvert er þitt uppáhald?

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.