logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Mndlustykki-3.pngMöndlukakan frá Myllunni er ein allra vinsælasta kaka landsmanna. Flauelsmjúk kakan hefur verið fastur gestur á kaffiborðum landsmanna og hverfur af þeim jafnharðan, svo vinsæl er hún. En stundum hentar ekki að opna heila köku – til dæmis ef maður er á ferðinni og þá eru góð ráð dýr. En Myllan hefur lausnina!

 

Myllan býður upp á Möndlustykki – lungamjúkar Möndlukökur sem eru passlegar fyrir einn. En við skiljum samt vel ef þú færð þér fleiri. Þá er líka svo heppilegt að það eru fjögur ljúffeng möndlustykki í hverri pakkningu.

Möndlukakan er mest selda kaka Myllunnar frá upphafi. Allir þekkja hana og vita að hún er best með kaffi eða ískaldri mjólk. Það frábæra við Möndlukökuna er að hún hæfir bragðlaukum allra kynslóða, yngsta kynslóðin er sólgin í sæta bragðið á meðan þeim sem eldri eru hugnast ljúffengt möndlubragðið.

Möndlustykkin eru afrakstur þróunarvinnu og svar við óskum viðskiptavina. Þau henta fullkomlega í bílinn og ferðalagið og eru tilvalin í nestispakkann – fullkominn sætur endir á góðri máltíð. Settu Möndlustykki frá Myllunni í innkaupakerruna í næstu innkaupaferð og gæddu þér á gómsætu Möndlustykkjunum frá Myllunni.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.