logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Það er fátt skemmtilegra að hausti til en að fara í góða gönguferð og skoða haustlitina. Það þarf ekki að leggja land undir fót til að skoða litina, gróin hverfi borga og bæja taka á sig allt annan svip á þessum árstíma. Auðvitað má líka fara örlítið út fyrir bæjarmörkin og skoða litina í náttúrunni. Þegar heim er komið er svo tilvalið að hella upp á gott kaffi – eða hella kaldri mjólk í glas – og maula á ljúffengri skúffuköku frá Myllunni.

Skúffukakan frá Myllunni er alveg einstaklega góð og kakóbragðið akkúrat rétt. Kremið er dökkt og ljúffengt og kakan sjálf svo unaðslega mjúk.

Láttu það eftir þér að fá þér ljúffengu Myllu Skúffukökuna – hún fæst í næstu verslun!

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.