logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

665_BeyglurFinar.jpgFlestir vita hvað beyglur eru gómsætar ristaðar með smjöri og osti og jafnvel smá sultu. Sumir eru orðnir hámenntaðir í beyglufræðum og njóta þess að leika sér með allskyns álegg á beygluna sína því þeir vita að beygla er ekki það sama og beygla. Beyglur eru oftast tengdar Póllandi þar sem þær voru mjög vinsælar meðal gyðinga en hægt er að rekja upprunann miklu lengra því sagnir eru um beygluát allt aftur til 17. aldar meðal gyðinga í Austur-Evrópu.

 

 Hér á Íslandi hafa beyglurnar náð talsverðum vinsældum á tiltölulega stuttum tíma og nú er svo komið að þær eru ómissandi á morgunverðarborð margra þegar gera sér á dagamun. 

Morgunverðarbeyglur eru oftast með smjöri og osti eða rjómaosti og sultu. Mörgum finnst kotasæla ómissandi og svo eru aðrir sem vilja beygluna sína meira framandi og spennandi. Hér er tillaga að beyglu sem smellpassar þegar við viljum gera vel við okkur. Það er líka svo skemmtilegt að þetta er hin upprunalega New York beygla sem við heyrum svo oft um í kvikmyndum og sjónvarpi. 

New York graflax beygla

Ristið beygluna svo hún verði stökk.  Smyrjið beygluna ríkulega með rjómaosti. Notið nóg af graflaxi á rjómaostinn og bætið svo við niðurskornum ólífum og sneiddum rauðlauk. Kreistið sítrónusafa yfir og setið nokkur kapersber ofan á allt saman. Piprið létt yfir. 

Með þessu er best að hafa verulega gott kaffi og appelsínusafa, taka sér tíma til að njóta lífsins og ímynda sér jafnvel að maður sitji á kaffihúsi í New York. 

 

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.