logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Þann 30. október 1959 stofnuðu hjónin Kristinn Albertsson og kona hans Dýrleif Jónsdóttir Bakaríið Álfheimum 6 í Reykjavík. Reksturinn fór vel af stað og bakaríið varð fljótlega eitt af vinsælli bakaríum borgarinnar. 

Niðurskorin Safabrauð á markað
Þetta var fyrir tíma stórmarkaðanna og voru brauð eingöngu seld í bakaríum. Það átti þó fljótlega eftir að breytast því árið 1963 stofnaði Kristinn ásamt Óskari Sigurðssyni og Hauki Friðrikssyni fyrsta fyrirtækið sem seldi brauð og kökur í matvöruverslanir með dreifingu um allt land. Fyrirtækið, Brauð hf. sem var til húsa að Auðbrekku 23 í Kópavogi, framleiddi hin geysivinsælu Safabrauð. Með þeim fengu neytendur í fyrsta sinn að kynnast þeim þægindum að fá brauðið sitt niðurskorið.

Myllubrauð í plastpokum
Árið 1974 var starfsemi Brauðs hf. flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Skeifunni 11 og þangað flutti einnig starfsemi Álfheimabakarís þegar rekstur félaganna tveggja var sameinaður árið 1978. Kristinn og Dýrleif höfðu þá ásamt sonum sínum Jóni Alberti og Kolbeini keypt hlut Hauks, en Kristinn og Haukur höfðu áður keypt hlut Óskars.
Kristinn féll frá árið 1983 aðeins 56 ára að aldri og tóku þá synir hans við rekstrinum.
Árið 1982 kynnti Brauð hf. nýtt vörumerki, Mylluna, og var af því tilefni ráðist í gerð fyrstu sjónvarpsauglýsingarinnar "Myllukökur Myllubrauð". Safabrauðin í vaxpappírnum heyrðu þar með sögunni til en Myllubrauðin voru fyrstu brauðin sem pakkað var í plastpoka. 

Myllan-Brauð hf. stofnað
Árið 1984 keypti Brauð hf. Kökuborg, sem sérhæfði sig í kökum og tertum, og sameinaði rekstri Brauðs hf. Á þessum árum var farið að setja upp „innanbúðarbakarí“ í stórmörkuðum í samvinnu við Hagkaup og var þá nýbökuð vara á boðstólum allan daginn í verslununum.
Viðskiptavinum fyrirtækisins fjölgaði og á seinni hluta níunda áratugarins var vöxtur fyrirtækisins svo mikill að fljótlega þurfti að huga að stærra húsnæði fyrir framleiðsluna. 
Árið 1988 keypti Brauð hf. húseignina að Skeifunni 19 og flutti þangað starfsemi sína. Þar var tekin í notkun sjálfvirk brauðlína og var hún fyrsta brauðlínan sem sett var upp á Íslandi. Í framhaldi af þessu var nafni fyrirtækisins breytt úr Brauði hf. í Myllan-Brauð hf. 

Frekari hagræðing í rekstri
Næsti áratugur einkenndist af samþjöppun á matvörumarkaði þar sem gerðar voru sífellt meiri kröfur til fyrirtækja um hagræðingu í rekstri sínum. Myllan-Brauð hf. keypti úr gjaldþroti fyrirtækið Svein bakara sem átti og rak fjórtán bakarí. Upphaflega var framleiðsla fyrirtækjanna sameinuð undir nafninu Bakarinn á horninu en fljótlega var ákveðið að selja búðirnar og einskorða starfsemi Myllunnar-Brauðs hf. við heildsölumarkaðinn.
Samþjöppun á markaði hélt áfram og til að hagræða enn frekar í rekstri fyrirtækisins keypti Myllan-Brauð hf. Samsölubrauð í lok ársins 1997. Samkeppnisráð reyndi að koma í veg fyrir kaupin en Áfrýunarnefnd samkeppnismála dæmdi samruna fyrirtækjannaí vil.

Fyrirtækin tvö voru síðan sameinuð um haustið 1998. Sameiningin hafði í för með sér verulega hagræðingu sem leiddi m.a. til þess að verð til viðskiptavina hélst óbreytt í meira en tvö ár þrátt fyrir töluverðar kostnaðarhækkanir. 
Um áramótin 2001-2 náðist síðan veruleg hagræðing með því að öll starfsemin flutti í Skeifuna 19, þrátt fyrir að umfangið héldist svipað. Þegar Myllan Brauð hf og Samsölubakarí ehf voru sameinuð voru stöðugildi fyrirtækjanna rúmlega 240 en um áramótin 2002-3 voru þau 187. Það er því ljóst að veruleg hagræðing hefur náðst með sameiningu þessara fyrirtækja.

Á erlendan markað
Í október árið 1999 keypti Myllan-Brauð hf. 30% hlut í Carberry´s Bakery & Coffeehouse í Boston en eigendur fyrirtækisins höfðu um árabil haft áhuga á að kanna möguleika þess á erlendum markaði.
Carberry´s Bakery & Coffeehouse var stofnað árið 1993 af Matt Carberry og Ágústi Gunnarssyni. Fyrirtækið rekur sælkerabakarí og þrjú afar vinsæl kaffihús í Boston og hefur það fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir framleiðslu sína.
Annað fyrirtæki, Myllan-Carberry´s Bakery LLC, var síðan stofnað af sömu eigendum en með meirihlutaeign Myllunnar-Brauðs hf. Fyrirtækið, sem er heildsölubakarí með nýjustu tækni, hóf starfsemi í apríl 2001. Með kaupunum á Carberry´s hyggst Myllan-Brauð hf. nýta sér reynslu og þekkingu fyrirtækisins auk vel þekkts vörumerkis til nýrrar sóknar. 

Breytingar á eignarhaldi
Í Nóvember 2002 urðu þáttaskil í eignarhaldi Myllunnar Brauðs hf þegar hjónin Kolbeinn Kristinsson og Ruth S. Gylfadóttir keyptu öll hlutabréf í fyrirtækinu. Kaupin voru fjármögnuð í samvinnu við Íslandsbanka. 

Íslensk-Ameríska kaupir
Í febrúarmánuði 2004 urðu enn frekari þáttaskil er Íslensk-Ameríska keypti öll hlutabréf Myllunnar. Með í kaupunum fylgir rekstur Myllan-Carberry´s Bakery LLC í Boston. Myllan er góð viðbót við þau fyrirtæki sem Íslensk-ameríska á og rekur í dag en þau eru Ora, Kexverksmiðjan Frón og Kexsmiðjan Akureyri. Þá á Íslensk-Ameríska innflutningsfyrirtækið Allied Domecq og einnig hlut í Tankinum sem rekur Friday’s og Burger King. 

Kolbeinn Kristinsson var framkvæmdarstjóri Myllunnar-Brauðs hf. frá 1978 og forstjóri frá 1997 en hann og kona hans, Ruth Gylfadóttir, hafa þegar látið af störfum og er daglegur rekstur félagsins í höndum framkvæmdastjóra þess. Þeir eru Björn Jónsson, markaðsstjóri, Einar Sveinn Ingólfsson, fjármálastjóri og Kristján Theodórsson, framleiðslustjóri. 

Stjórn félagsins skipa Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk-Ameríska, Hjalti Nielsen, framkvæmdastjóri kexverksmiðjunnar Frón og Bert Hanson, eigandi Íslenk-Ameríska. Starfandi stjórnarformaður er Egill Ágústsson.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.