logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Þetta rúllutertubrauð kannast flestir við, enda sígilt og stendur alltaf fyrir sínu.

Fyllingin dugar á 2 rúllutertubrauð frá Myllunni. 

Sígilt heitt rúllutertubrauð

2 stk rúllutertubrauð

1 dós sveppaostur, 250 g

3 msk majones

1/2 tsk grænmetiskraftur

200 g skinka í strimlum

1 lítil dós aspas (brytjaður)

1/2 dl majones

1/2 dl sýrður rjómi

1 bréf Mozzarellaostur

1 tsk paprikuduft

 

Hrærið saman smurost, majones og grænmetiskraft.  Blandið út í skinku og aspas.  Smyrjið á brauðið og rúllið upp.

Hrærið saman majones og sýrðan rjóma og smyrjið utan á brauðið.  Stráið ostinum yfir og síðan paprikudufti.

Bakið við 180°C í um 30 mínútur og berið fram heitt.

Bookmark and Share

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.