logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

myllu_speltkokur.gifMyllan þróar stöðugt og eykur við vöruúrval sitt í því skyni að mæta sem best kröfum viðskiptavina sinna um fjölbreyttar, góðar og hollar vörutegundir. Okkur er því sönn ánægja að tilkynna um framleiðslu og sölu á nýjum og næringarríkum kökum, sem bakaðar eru úr speltkorni, sem er elsta og hollasta korntegundin sem völ er á. Nýju Mylluspeltkökurnar fást með þremur bragðtegundum: múslí, gulrótum og eplum.

Hvað er spelti?

Nýju speltkökurnar frá Myllunni eru bakaðar úr spelti sem margir velja fremur en annað korn til matargerðar vegna næringargildis síns og hollustu. Spelt krefst lítils af jarðvegi sínum, tekur illa við áburði auk þess sem um 35% plöntunnar eru umlukin grófgerðu hismi sem ekki nýtist við vinnslu. Spelti er nánast eingöngu lífrænt ræktað auk þess sem hismið verndar plöntuna gegn mengun og sjúkdómum.

Stöðugar nýjungar

Þessar nýju speltkökur frá Myllunni eru enn ein nýjungin frá fyrirtækinu innan Spelt línunnar. Fyrr á þessu ári var hafin framleiðsla á Myllu Spelt samlokubrauði og voru viðtökurnar það góðar að ákveðið var að þróa línuna enn frekar.

Veldu hollt og gott frá Myllunni

Ekki láta þessa frábæru nýjung fram hjá þér fara, komdu við í næstu búð og kauptu bragðgóðar og nærandi Myllu Speltkökur.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.