logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

pizzasnar 8 stk.jpgÞað eru sumir sem líta svo á að eftir verslunarmannahelgina sé sumarið nánast liðið. Það er þó sérkennilegt viðhorf einkum hjá þjóð sem býr á jafn norðlægum slóðum og Íslendingar þar sem sumarið er frekar stutt og því um að gera að nýta það út í ystu æsar.

 

Þótt hásumarið sé vissulega búið, farið sé að dimma, haustlægðirnar séu í startholunum og maður finni að árstíðarskipti eru í vændum, þá eigum við enn fallega síðsumarsdaga í vændum. Og þótt hitastigið fari smám saman lækkandi er það engin ástæða til þess að láta það aftra sér frá því að fara í bústaðinn eða útileguna. Heitt kakó á brúsa og hlýtt teppi og fólk er fært í flestan sjó.

Víða um land eru góð berjasvæði og því upplagt fyrir fjölskylduna athuga hvort berjatínurnar séu ekki enn á sínum stað í geymslunni frá því síðasta haust og bruna út úr bænum í berjamó. Í berjamó vill það oft gerast að hann dregst á langinn, einkum ef menn finna góð berjasvæði sem þeir eru ófúsir við að yfirgefa. Þá er gott að grípa til meðlætisins frá Myllunni meðan safnað er kröftum fyrir næstu berjalotu.

Kvöldgöngur hafa löngum notið mikilla vinsælda enda fátt sem dreifir hugunum jafnvel eftir erilsaman vinnudag og að taka langan göngutúr eftir matinn, njóta kvöldsólarinnar og láta hugann reika. Þegar heim er komið er svo fátt jafn notalegt og að fá sér rjúkandi heitt kakó eða kaffi og þá er gott að eiga meðlætið frá Myllunni til að narta í með kvöldkaffinu.

Hvort sem þú vilt slaka á heima eða halda út á land þá færðu fjölbreytt meðlæti frá Myllunni sem er bæði ljúffengt og meðferðilegt og tilvalið að eiga upp í skáp eða kippa með sér á leiðinni út úr bænum.

Ef þig vantar meðlæti með kaffinu mundu þá eftir meðlætinu frá Myllunni sem fæst í næstu verslun.  

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.