logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Brioche.jpgToppaðu grillið í sumar með Brioche hamborgarabrauðunum og Brioche pylsubrauðunum frá Myllunni. Þau eru bökuð eftir aldagamalli evrópskri hefð og eru rík af eggjum og íslensku smjöri sem gerir þau alveg einstök. Hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan og svo framúrskarandi bragðgóð að þú átt ekki eftir að vilja neitt annað. Þú velur gæði á grillið í sumar, þú velur Brioche pylsubrauð og Brioche hamborgarabrauð.

 

Brioche brauðin eru ljúffeng hvort sem þau eru hituð eða ekki en galdur gerist þegar þeim er skellt á grillið eitt andartak. Prófaðu að grilla pylsu í sumar og skella Brioche pylsubrauðinu eldsnöggt á grillið og sjáðu galdurinn leysast úr læðingi.

Það sama á við um hamborgarabrauðin. Það er engu líkara en maður sé að bragða hamborgara í fyrsta sinn þegar maður hefur hitað Brioche hamborgarabrauð á grillinu. Hálfstökka brauðið verður enn stökkara en áfram jafn dúnmjúkt að innan.

Grillaðu góðan borgara og frábærar íslenskar pylsur og bjóddu þessum íslensku vinum okkar upp á evrópskan hefðarfélaga í Brioche hamborgarabrauði og Brioche pylsubrauði. Þú færð Brioche brauðin frá Myllunni í næstu verslun, láttu þau ekki framhjá þér fara.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.