logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Brioche pylsubrau me mia copy.pngBragðgóðu Brioche pylsubrauðin eru hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan. Þessir einstöku eiginleikar nást með því að nota ekta íslenskt smjör og egg við baksturinn. Sumum finnst brauðið svo gott eitt og sér að þeir hafa jafnvel notað það sem hálfgildings sætabrauð. Öðrum finnst það ekki síðra sem brauð með áleggi. Hví ekki að prófa það ef svo ólíklega vill til að þú eigir afgangsbrauð eftir pylsuátið.

 

Nú þegar útilegur eru á næsta leiti er bráðsniðugt að taka með sér pylsur og Brioche pylsubrauð í útileguna. Það er nefnilega þannig að það er eins og galdrar leysist úr læðingi þegar Brioche brauðinu er skellt á grillið í eitt andartak, prófaðu og þú lætur sannfærast.

 

Við mælum líka með Brioche hamborgarabrauðinu sem við settum nýlega á markað. Það er sérlega gómsætur félagi með úrvals grillborgurum sumarsins.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.