logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...


Brioche.jpgFátt er betra og ljúffengara en góð samloka. En stundum bregst manni hugmyndaflug og maður notar ætíð sama áleggið. Hér birtum við ljúffenga samloku með öðruvísi laxasalati þar sem Brioche hamborgarabrauðin eru í stjörnuhlutverki. Það er tilvalið að nota afgang af grilluðum laxi í þessa uppskrift.


Ljúffengt laxasalat

2 50-100 gr. laxastykki, elduð að smekk
230 ml majónes
3 mtsk. sætt sinnep
200 gr rifinn parmesan ostur
1 rauð paprika, skorin smátt
1 appelsínugul paprika, skorin smátt
3 sellerí stönglar, sneiddir
½ tsk þurrkað marjoram (kryddmæra)
Salt og pipar eftir smekk.

Losið laxinn í bita og setjið til hliðar.

 

Blandið saman majónesi, sinnepi og osti í skál og hrærið vel. Blandið saman paprikunni, selleríinu, marjorami og laxi. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Best er að leyfa salatinu að standa í um klukkustund áður en það er notað.

Smyrjið Brioche hamborgarabrauð með salatinu og njótið!

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.