logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Mndlustykki-3.pngÞeir eru ófáir sem hyggja á ferðalög um helgina, enda fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Einhverjir leggjast í tjöld, fara í fellihýsi, tjaldvagna eða hjólhýsi. Aðrir fara í sumarbústað og ófáir láta sér langa bíltúra nægja. En hvert sem leiðin liggur er gott nesti mikilvægt. Við hjá Myllunni mælum með Möndlustykkjum – þessi ljúffenga góða Möndlukaka í akkúrat réttri stærð fyrir einn.

 

Það eru fjögur gómsæt Möndlustykki í hverri pakkningu. Er ekki bráðsniðugt að setjast einhversstaðar niður með Möndlustykki og uppáhalds drykkjarföngin og njóta stundarinnar með vinum og ættingjum?

 

Þú færð ljúffengu Möndlustykkin í næstu verslun – en flýttu þér, þau eru vinsæl og gætu alveg klárast í búðinni… já eða í bílnum áður en þú kemst heim!

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.