logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Heimilisbrau_20_ara_770 gr_2016_litil.jpgNú er fermingatímabilið hafið og undirbúningur veislunnar í hámarki. Margir kjósa að halda kaffisamsæti til að fagna áfanganum. Við mælum með veitingunum frá Tertugallerí. Eitt er þó ekki hægt að fá hjá vinum okkur þar og það eru heitir réttir sem eru ómissandi í hverja góða veislu. Hér veitum við uppskrift að ljúffengum einföldum heitum rétti sem slær í gegn.

 

Heimilisbrauð frá Myllunni leikur hér stjörnuleik og majónesið sem er svo ómissandi í heitum réttum er ekki langt undan. Aðeins tekur um 40 – 50 mínútur að gera þennan gómsæta rétt og þar af er hann 30 mínútur í ofninum og þá er hægt að snúa sér að öðru á meðan.

Skinku og aspas brauðréttur

 

Uppskrift

1 - 1 1/2 Heimilisbrauð 
1 skinkubréf
1 dós grænn aspas
1/2 askja sveppir
1 dós beikon smurostur
msk majónes
1 – 2 dl matreiðslurjómi
1- 1 1/2 poki af gratínosti


Aðferð:

Skerið skorpuna af brauðinu og skerið í litla teninga. Skerið skinkuna í litla bita og sveppina í sneiðar. Hellið aspasvökvanum frá aspasinum og setjið til hliðar. Aspasinn er skorinn í litla bita. Skinkan og sveppirnir eru steiktir upp úr smjöri. Beikonostur, aspasvökvi, majónes og smá matreiðslurjómi er hitað í potti þar til allt hefur blandast vel saman. Blandan má ekki vera of þykk. Til að þynna blönduna þarf að bæta matreiðslurjóma saman við. Skinka, sveppir og aspas er sett saman við blönduna. Smyrjið eldfast mót  og setjið brauðteningana í mótið. Blöndunni er hellt yfir brauðið og osti sáldrað yfir.

 

Hitið í 30 mínútur við 180 °C hita.

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.