logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Kleinur.jpgÁ vorin er sólin beint yfir miðbaug jarðar og dagur því um heim allan jafn langur nóttinni. Birtan mun svo halda áfram að vinna á og dagurinn lengist áfram um 6-7 mínútur á hverjum degi fram að sumarsólstöðum þegar daginn tekur að stytta á ný.  Í ár ber vorjafndægur upp á 19. mars. Tilvalið er að fagna því með ljúffengri köku frá Myllunni að dagurinn er að verða lengri en nóttin.

 

 

Jafndægur er eðli málsins samkvæmt tvisvar á ári. Í kringum 20.-21. mars  og aftur 22.-23. september. Tímasetningar  hnikast eilítið til á milli ára eftir því hvernig stendur á hlaupaári.

Orðið jafndægur  hét til forna jafndægrishringur og var það notað um orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori. Að hausti voru notuð orðasamböndin haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti.

Orðið jafndægur er til í málum skyldum íslensku . Í dönsku er talað um jævndøgn, á ensku er talað um equinox, en orðið er leitt af latneska orðinu aeqvinoctium af aeqvus: jafn og -noctium sem leitt er af nox: nótt.

Sú trú er til tengd jafndægrum að tvisvar á ári sé hægt að láta egg standa upp á endann. Ekki hefur verið sýnt á það með vísindalegum prófunum. En það ætti ekki að skaða neinn að gera tilraun til að sanna það á eldhúsborðinu.

 

Þeir sem vilja fagna birtunni og vorinu sem er handan við hornið ættu að líta í næstu verslun og kaupa eitthvað gott frá Myllunni með kaffinu. Hvort sem þú velur Möndluköku, Sjónvarpsköku eða kleinur er víst að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.  

Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Fermingar

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.